Leita í fréttum mbl.is

Hagfræði evrunnar og pólitík skipbrotsins

Sameiginlegt skipbrot Evrópusambandsins er Lettum huggulegri framtíðarsýn en opinn faðmur rússneska bjarnarins. Lettar vilja inn í evruland til að öðlast þegnrétt sem Vestur-Evrópuþjóð. Aftur á móti er ekki ýkja mikill áhugi hjá evru-ríkjunum 17 að bæta við sig enn einum ómaganum.

Þjóðverjar borga brúsann þegar kemur að gjaldþrota evru-þjóðum. Jón Helgi Egilsson tekur evruna og Írland fyrir og útskýrir hvernig ,,stöðugleiki" evrunnar veldur ójafnvægi í efahagskerfinu sem birtist m.a. í atvinnuleysi. Til að bæta gráu ofan á svart er írska efnahagskerfið háð lánum frá Evrópska Seðlabankanum, en þau lán ábyrgjast Þjóðverjar.

Á evru-svæðinu er niðurskurður eina uppskriftin að endurreisn efnahagskerfa sem hafa farið á hliðina. Í Telegraph er útskýrt hvers vegna nær ómögulegt er að útfæra svokallaðar björgunaraðgerðir.

Til að bjarga efnahagskerfum Grikkja, Íra, Portúgala, Spánverja og Ítala þarf að fara fram svokölluð ,,innri gengisfelling". Hún felur í sér að launataxtar eru lækkaðir tugi prósenta. Með þeim hætti verða efnahagskerfi þessara ríkja samkeppnishæf.

Vandamálið er að samanlagðar hagfræðibókmenntir Vesturlanda segja lækkun launataxta nær ómögulegan. Aðeins undir sérstökum kringumstæðum s.s. í fasistaríki Mússólíni tókst að skrúfa niður launataxta.

Fyrr gliðnar evruland í sundur en að fasismi komi evrunni til bjargar. 


mbl.is Hindruð í að taka upp evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 205
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 2574
  • Frá upphafi: 1165202

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 168
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband