Leita í fréttum mbl.is

Þýskir fjölmiðar: evran tekin í sundur

Tvö áhrifamestu dagblöð Þýskalands, Welt og Frankfurter Allgemeine Zeitung, fjalla ítarlega um niðurstöðu samkeppni breska auðkýfingsins Wolfson lávarðar um hvernig best verði undið ofan af evru-samstarfinu.

Um 400 tillögur bárust. Dómnefnd valdi sex tillögur í undanúrslit. Í sumar verður tilkynnt hvaða tillaga að afnámi evrunnar verður metinn raunhæfust.

Umfjöllun þýsku blaðanna sýnir að í Þýskalandi er ekki litið á afnám evrunnar sem fjarlægan fræðilegan möguleika heldur raunhæfan efnahagspólitískan kost.

Í Þýskalandi er óðum að myndast samstaða um að óbreytt staða myntsamstarfs 17 ríkja sé óhugsandi. Evran grefur undan pólitískum stöðugleika jaðarríkja og veldur óeiningu í Evrópusambandinu. Þar með er myntin farin að vinna gegn tilgangi sínum.

Evran er að breytast í vítisvél sem verður að taka í sundur áður en það verður um seinan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 192
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 1970
  • Frá upphafi: 1183173

Annað

  • Innlit í dag: 166
  • Innlit sl. viku: 1728
  • Gestir í dag: 157
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband