Leita í fréttum mbl.is

Boston frekar en Brussel

ESB-sinnar reyna reglulega að telja okkur trú um að vöruverð sé margfalt hagstæðara í Evrópusambandinu en á Íslandi. Jón Gerald Sullenberger kaupmaður í Kosti segir það fleipur. Í viðtali við Viðskiptablaðið segir Jón Gerald

Stjórnvöld eru mjög upptekin af því að koma okkur inn í ESB og margir tala um að með inngöngu muni matvöruverð lækka. Staðreyndin er nú samt sú að matvöruverð innan ESB er um 20-40% dýrara en í Bandaríkjunum. Það er alltaf verið að tala um hvað matvöruverð sé hátt á Íslandi en ég get ekki séð að það muni lækka með inngöngu í ESB.

Jón Gerald heldur áfram og segir

Maður gat hvergi lesið um það fyrir síðustu jól að það væri uppselt í verslunarferðir til London eða Kaupmannahafnar, en þess í stað var uppselt í allar ferðir til Boston. Þrýstingur á verð í Bandaríkjunum er mjög mikill og það framkallar þetta lága vöruverð.

Við förum sem sagt vestur í leit að lágu vöruverði. Í austur fara Íslendingar aðeins til að tapa fullveldinu og verða hornkerling hjá Evrópusambandinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 187
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 2556
  • Frá upphafi: 1165184

Annað

  • Innlit í dag: 161
  • Innlit sl. viku: 2184
  • Gestir í dag: 152
  • IP-tölur í dag: 150

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband