Leita í fréttum mbl.is

Andstæðir hagsmunir Íslands og ESB

ESB-umræðan á Íslandi frá 16. júlí 2009, þegar umsóknin var samþykkt á alþingi, staðfestir andstæða grundvallarhagsmuni Íslands og Evrópusambandsins. Burtséð frá Icesave-málinu, sem er einstakt, eru aðrir hagsmunir sem eru eins varanlegir og þeir eru ósamrýmanlegir. 

Deilurnar um markílveiðar eru skýrt dæmi um fullkomlega andstæða hagsmuni Íslands og ESB. Ef Ísland væri aðili að ESB fengjum við örlítið brot af þeim afla sem við eigum rétt á sem strandríki. Árlega er líklega um að ræða 40 milljarða króna aflaverðmæti í makríl.

Strandríkjahagsmunir Íslands fara einfaldlega ekki saman við meginlandshagsmuni ESB.

Skuldakreppan í Evrópu bitnar harðast á þeim ríkjum sem búa við evru sem lögeyri. Reynslan hefur sýnt að þjóðríki eru ekki í sama efnahagstakti og Þjóðverjar eiga undir högg að sækja í sameiginlegu myntsamstarfi - svo vægt sé til orða tekið.

Evrópusambandið freistar þess að auka miðstýringuna til að ráða bug á kreppunni. Óvíst er hvort það gangi eftir. En fari svo er enn minni ástæða til að Ísland gangi inn í Evrópusambandið.

Aukin miðstýring Evrópusambandsins fæli í sér að frá Íslandi yrðu sendar bænarskár um hvernig við viljum búa í okkar landi. Þetta fyrirkomulag var reynt hér á landi frá gildistöku Gamla sáttmála 1263/1264 til 1918, þegar við fengum fullveldi, og gafst ekki vel. 


mbl.is Þrýst á um viðræðuslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 291
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 2771
  • Frá upphafi: 1164978

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 2381
  • Gestir í dag: 229
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband