Leita í fréttum mbl.is

ESB-umsókn er aðskotahlutur

Ríkisstjórnin ber ábyrgð á ESB-umsókninni. Talsmenn ríkisstjórnarinnar eiga að útskýra hvaða erindi Ísland á í Evrópusambandið. ESB-umsókninni var hent til Brussel í bráðræði eftir hrun, mest til að ryðja öðrum málum af opinberri dagskrá, t.d. frammistöðu Samfylkingar í hrunstjórninni.

Rökþrot ráðherra VG og Samfylkingar birtast alþjóð ítrekað þegar þeir tala um að ,,þjóðin eigi að ákveða" úrslit ESB-málsins. Það er ekki boðlegt að ráðherrar þegi þunnu hjóði um málefnaleg rök fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Ráðherrar hafa ekki svo mikið sem lagt fram samningsmarkmið Íslands. Ekki heldur hafa ráðherrar neitt að segja um þróun mála hjá Evrópusambandinu sem er að stökkbreytast í ríkisfjármálabandalag.

ESB-umsóknin lifir einangruðu lífi frá almennri þjóðfélagsumræðu. Hvers vegna? Jú, ESB-umsóknin er aðskotahlutur sem passar ekki inn í íslenskan veruleika.

Aðskotahlutinn þarf að fjarlægja með því að afturkalla ESB-umsóknina. 


mbl.is Hvað sagði Steingrímur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 37
  • Sl. sólarhring: 423
  • Sl. viku: 2606
  • Frá upphafi: 1181240

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 2316
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband