Leita í fréttum mbl.is

Evran og lýðræðið eru andstæður

Sósíalistinn Francois Hollande, sem líklega mun sigra Sarkozy Frakklandsforseta eftir viku, segist ætla að rífa upp sáttmálann um fjármálabandalag 25 ESB-ríkja. Merkel kanslari Þýskalands og Sarkozy sömdu fyrir nokkrum vikum um fjármálabandalagið, er kveður t.d. á um hámarksfjárlagahalla evru-ríkja.

Merkel kanslari hefur ítrekað í vikunni að ekki komi til greina að endurskoða sáttmálann. Til að bjarga evrunni verður að beita niðurskurði hjá þeim ríkjum sem söfnuðu skuldum í góðæri lágra vaxta, segir Merkel.

Telegraph segir Hollande eiga bandamenn meðal ráðamanna á Ítalíu og Spáni, sem vilja ekki þýskan niðurskurð. Taki Suður-Evrópuþjóðir höndum saman um að breyta fjármálasáttmálasáttmálanum, sem Þjóðverjar telja nauðsynlegan, neyðist Merkel til að þóknast þýskum þjóðarvilja og draga Þýskaland úr evru-samstarfinu.

Lýðræðisvilji Evrópuþjóða birtist í kjöri til þjóðþinga. Evran er ekki með neitt þjóðþing á bakvið sig og mun víkja. Spurningin er aðeins hvenær.


mbl.is Hollande með gott forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 214
  • Sl. sólarhring: 447
  • Sl. viku: 2694
  • Frá upphafi: 1164901

Annað

  • Innlit í dag: 185
  • Innlit sl. viku: 2314
  • Gestir í dag: 177
  • IP-tölur í dag: 175

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband