Leita í fréttum mbl.is

Verkalýðshreyfingin vaknar við vondan draum

Sósíalistinn Hollande gæti orðið forseti Frakklands á sunnudag. Víða í löndum Evrópusambandsins eru vinstrimenn í sókn, ekki síst úr röðum verkalýðshreyfingarinnar sem áttar sig á svikum framkvæmdastjórnarinnar í Brussel við grunngildi velferðarríkisins.

Doro Zinke er trúnaðarmaður í þýsku verkalýðshreyfingunni. Í viðtalivið norska dagblaðið Klassekampen segir Zinke að framkvæmdastjórn ESB hafi markaðsvætt velferðarkerfið. Krafan um peningalegan hagnað er sett ofar markmiðum um velferð almennings.

Verkalýðshreyfingin studdi samrunaþróunina í Evrópu enda taldi hún að velferðarkerfið yrði hornsteinn Evrópusambandsins. Svo er ekki, segir Zinke, og lýðræðislegar leikreglur eiga ekki við Evrópusambandið, þar sem það lýtur öðrum leikreglum en kjörin stjórnvöld.

- Þegar Svíar börðust gegn upptöku evrunnar undir þeim formerkjum að þeir vildu vera húsbændur í eigin húsi þá skildum við ekki sænsku launþegasamtökin. Við skiljum þau núna, segir Zinke.

Verkalýðshreyfingin í Evrópusambandinu berst gegn fjármálasáttmálanum sem samþykktur var í vor að kröfu markaðsaflanna. Hollande lofar að endurskoða sáttmálann, verði hann kjörinn forseti núna á sunnudaginn.

Verkalýðshreyfingin á Íslandi fylgist illa með umræðunni í Evrópu. Hér heima mænir forseti ASÍ á aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is Hart tekist á í kappræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 251
  • Sl. sólarhring: 260
  • Sl. viku: 2186
  • Frá upphafi: 1184593

Annað

  • Innlit í dag: 221
  • Innlit sl. viku: 1884
  • Gestir í dag: 205
  • IP-tölur í dag: 201

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband