Leita í fréttum mbl.is

Þjóðverjar, Norður-Evrópa og framtíð evru

Þjóðverjar eru Norður-Evrópuþjóð og á meira sameiginlegt með Bretum og Norðurlandabúum en Ítölum, Spánverjum og Grikkjum. Evru-samstarfið, á hinn bóginn, bindur Þjóðverja við Suður-Evrópu - og það svo fast að þeir óttast að sökkva.

Ný rannsókn Transparancy Internationalrennir stoðum undir staðhæfingar að víðtæk og almenn spilling í Suður-Evrópu dýpki skuldakreppuna. Í Þýskalandi er aukin umræða um ,,minni Evrópu" í stað ,,meiri Evrópu" sem svar við tilvistarvanda Evrópusambandsins.

Fundur Merkel kanslara Þýskalands og David Cameron forsætisráðherra Breta er að því leyti merkilegur að Bretar standa utan evru og munu ekki ganga inn í myntsamstarfið í fyrirsjáanlegri framtíð.

Þýskur þankagangur nú um stundir er eftirfarandi: við skulum reyna að bjarga evrunni, en ef það tekst ekki og Suður-Evrópa sekkur dýpra í skuldafenið tökum við afleiðingunum og höllum okkur meira í norðurátt og aukum samvinnuna við Bretland og Norðurlönd.


mbl.is Þýskaland getur ekki eitt leyst vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 399
  • Sl. viku: 1929
  • Frá upphafi: 1186785

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1703
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband