Leita í fréttum mbl.is

Skuldir, lýðræði og lögmæti

Skuldir og hallarekstur Suður-Evrópuríkja óx hröðum skrefum með upptök evrunnar. Lánveitendur litu svo á að þýski ríkissjóðurinn stæði á bakvið skuldir annarra evru-ríkja og buðu stór lán á lágum vöxtum.

Í skuldakreppunni rifjaðist upp að í grunnsáttmála Evrópusambandsins er grein sem aftekur að eitt ríki beri ábyrgð á skuldum annars.

Án sameiginlegrar ábyrgðar er ekki hægt að reka gjaldmiðlasamstarf, - það er lærdómurinn af evru-kreppunni. Þeir voru margir sem bentu á þessa grundvallarstaðreynd í upphafi en á þá var ekki hlustað.

Tilburðir til að búa til stofnanaumgjörð utanum evru-samstarfið núna eru fjarska erfiðar þar sem í húfi eru gjaldþrot ríkja. Í grein í Economist, sem Evrópuvaktin birtir þýdda, segir

Frá því að evru-kreppan kom til sögunnar snemma árs 2010 hefur ekki færri en níu af 17 stjórnarleiðtogum evru-landanna verið ýtt úr embætti. Stuðningur almennings við ESB hefur minnkað samkvæmt könnunum. Kjósendur hafa hallast meira en áður að smáflokkum. Í Grikklandi fengu öfgahópar byr í seglin, nærri 70% atkvæða runnu til flokka sem vildu breyta eða hafna alfarið neyðarlána-samningnum sem ríkið hafði gert. Svipuð þróun en þó mildari er greinanleg frá Finnlandi til Hollands og Þýskalands. Það getur verið erfitt að greina á milli óvildar í garð ríkjandi stjórnvalda og óvildar í garð Brussel-valdsins – í því felst einmitt hluti vandans. Þegar engin leið er fær til að hafa áhrif á valdhafana í Brussel nema í gegnum ríkisstjórnir sem virðast ekki hlusta grefur um sig vanmetakennd sem leiðir til kaldhæðni og vantrúar á stjórnmálum.

Vantrú á stjórnmálin sem hönnuðu og bjuggu til evru-samstarfið er útbreidd. Harla litlar líkur eru á að almenningur í evru-ríkjum muni fylkja sér um stjórnmálaelíturnar sem nú boða ,,meiri Evrópu" til að bjarga evru-klúðrinu.


mbl.is Spánn skuldar 72,1% af landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 453
  • Sl. viku: 1775
  • Frá upphafi: 1162227

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1589
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband