Leita í fréttum mbl.is

Egill og Jónas um ónýta ESB-umsókn

Óbilandi andstaða hér heima við ESB-aðild samfara upplausn á evru-svæðinu leiðir til þess að ESB-sinnar sem fylgjast með telja engar líkur á að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð.

Egill Helgason skrifar undir fyrirsögninni Hvers vegna ekki ESB?

Ég las einhvers staðar á vefnum að ég fullyrti að Ísland myndi ekki fara inn í Evrópusambandið án þess að gera nánar grein fyrir ástæðunum. En það er ekki erfitt – þetta er bara kalt mat.

Hvers fer Ísland ekki inn í ESB í þessari atrennu?

Vegna upplausnarástands innan Evrópusambandsins sem ekki sér fyrir endann á.

Vegna þess að evran sem var eitt að því sem helst laðaði Íslendinga að ESB hefur reynst skaðleg fyrir hagkerfi álfunnar.

Vegna þess að ekki er hægt að sjá fyrir hver verður framtíð ESB – fer sambandið lengra í átt til efnahagslegrar og pólitísks samruna?

Vegna þess að aðeins einn stjórnmálaflokkur á Íslandi mælir fyrir Evrópusambandsaðild og sá flokkur er í heldur veikri stöðu.

Vegna þess að íslensk stjórnmál eru mjög þjóðernissinnuð – andstæðingar ESB hafa mjög sterka áróðursstöðu.

Vegna þess að næsta ríkisstjórn Íslands og forsetinn verða væntanlega á móti aðild að ESB.

Vegna þess að sjálvarútvegurinn, voldugasta atvinnugreinin í landinu, er mestanpart á móti.

Vegna þess að hagsmunasamtök sem hafa verið fylgjandi aðild að ESB eru að miklu leyti hætt að tala fyrir málinu.

Vegna þess að Evrópusambandið á í málaferlum við Ísland út af heitasta deilumáli seinni tíma, Icesave.

Vegna lýðræðishallans innan ESB – sem er hin stóra þversögn innan sambandsins. Nú virkar Evrópusambandið eins og Þýskaland ráði þar lögum og lofum en hið ógurlega skriffinnskubákn í Brussel (sem er reyndar ofmetið) sé vita máttlaust.

Vegna þess að sjötíu prósent þjóðarinnar segjast beinlínis vera á móti aðild.

(Ég nefni ekki makríldeiluna, held ekki að hún hafi mikil áhrif.)

Jónas Kristjánsson skrifar undir fyrirsögninni Strönduð Evrópuaðild

Haldið er fram og ekki mótmælt, að viðræðurnar um aðild að Evrópusambandinu hafi siglt í strand. Utanríkisráðuneytið haldi þessu leyndu fyrir þjóðinni. Hagsmunaaðilum í sjávarútvegi Írlands og Skotlands hafi tekizt að stöðva sjávarútvegskafla viðræðnanna. Málið snýst um makrílveiðar Íslendinga. Efast stórlega um, að leyndarstefna Össurar Skarphéðinssonar virki. Viðræður um aðild eiga að vera gegnsæjar, ekki í reykfylltum bakherbergjum. Þegar lygin og leyndin koma í ljós, verður óbeit fólks og paranoja þeim mun meiri. Það hefnir sín að beita þjóðina hefðbundnum skítavinnubrögðum gamla Íslands


mbl.is ESB kaupi upp skuldir Spánar og Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 183
  • Sl. viku: 2213
  • Frá upphafi: 1179592

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2007
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband