Leita í fréttum mbl.is

Þýska plottið um evruna

Tvær útgáfur af neyðarbjörgun evrunnar á leiðtogafundi ESB-ríkjanna í síðustu viku eru til umræðu í þýskum fjölmiðlum. Fyrri útgáfan er um uppgjöf Angelu Merkel kanslara gagnvart skuldugum Suður-Evrópuríkjum sem krefjast þýskra peninga í hítina.

Í Frankfurter Allgemeineer uppgjöfinni lýst á þann veg að engar reglur gildi lengur á evru-svæðinu um það hvernig skuli fara með opinbert fé. Í augum reglufastra Þjóðverja - Ordnung musst sein - er regluleysi í peningamálum versta martröð.

Seinni útgáfan af leiðtogafundinum í þýskum fjölmiðlum er að Merkel hafi séð við óbilgjörnum kröfum Hollande þeim franska, ítalska Monti og spænska Rajoy með því að setja í smáaletrið þýsk skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð til óreiðuríkja.

Spiegel útskýrir flóttaleið Merkel um bakdyr evru-samstarfsins. Þar kemur m.a. fram að óríkistryggð lán til suður-evrópskra banka eru háð nýju bankaeftirliti, sem væntanlega verði sett upp að ströngum þýskum sið.

Á bakvið þýsku umræðuna, báðar útgáfur, glittir í þróun sem er um það bil á þessa leið: Þýskaland er búið að gefast upp á evrunni en getur ekki sagt það upphátt. Þýsk stjórnvöld kaupa tíma með því að gefa eftir kröfum Suður-Evrópu í orði kveðnu en halda fast í pyngjuna þegar loforðin eru útfærð. Enginn veit hvenær evran fer fram af bjargbrúninni en þangað stefnir hún.

Til að gefa Þjóðverjum hugboð um hvað taki við evru-samstarfinu er fordæmi Breta haldið á lofti. Bretar standa utan evru og eru um það bil að gefa Evrópusambandið upp á bátinn.


mbl.is Evran styrkist gagnvart Bandaríkjadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 480
  • Sl. viku: 2272
  • Frá upphafi: 1180071

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 2057
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband