Leita í fréttum mbl.is

Össur, Kína og ESB: hver platar hvern?

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist í viðræðum við Kína um fríverslunarsamning. Síðast þegar fréttist var sami Össur í viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands. Þetta tvennt fer óvart ekki saman. Evrópusambandið fer með viðskiptasamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna.

Málið er allt hið undarlegasta. Í Vísi er frétt þar sem talað er við utanríkisráðherrann.

Össur segir samningaviðræður við Evrópusambandið ekki neinu breyta um þessar samningaviðræður við Kína. „Ekki nokkru," segir hann. Hann bætir við að Kína sé fyrst og fremst framtíðarmarkaður. Viðskiptin séu ekki svo mjög mikil núna. „Kína er vaxandi markaður og með aukinni velsæld verður þetta stærsti markaður sem hægt er að slást um á næstu árum. Þá skiptir máli að hafa það forskot sem felst í fríverslun," segir Össur að lokum.

Annað hvort eru viðræðurnar við Kína bara í plati eða að viðræðurnar við Evrópusambandið markleysa.

Össur er þekktur fyrir stjórnmál á mörkum hins vitræna en er hér ekki fulllangt gengið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 1608
  • Frá upphafi: 1161777

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1438
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband