Leita í fréttum mbl.is

Die Welt: Ísland vill ekki brennandi ESB-hótel

Hver hefur áhuga að kaupa sér gistingu á brennandi ESB-hóteli? spurði Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi og gaf blaðamanni Die Welt hugmynd að fyrirsögn fyrir umfjöllun um vaxandi andstöðu Íslendinga við aðild að Evrópusambandinu.

Blaðamaðurinn telur Þóru til ESB-andstæðinga vegna ummælanna, sem þætti bratt af staðkunnugum, en tekur fram að sigurvegari forsetakosninganna, Ólafur Ragar Grímsson, keyrði sína baráttu á grundvelli andstöðu við ESB-aðild - sem er hárrétt.

Blaðamaður Die Welt telur allar líkur á að umsókn Íslands verði afturkölluð, ekki seinna en eftir næstu kosningar. Sjálfstæður gjaldmiðill bjargaði Íslandi úr kreppu og fiskimiðin eru þjóðinni lífsnauðsynleg. Hvorttveggja er í hættu við inngöngu í ESB, segir blaðamaðurinn.

Trúverðugleiki umsóknar Össurar og félaga hans í utanríkisráðuneytinu minnkar stöðugt. Hagsmunir Íslands að standa utan Evrópusambandsins verða æ augljósari samtímis sem kreppan á evru-svæðinu dýpkar jafnt og þétt.

Umsóknin þjónar eingöngu flokkshagsmunum Samfylkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 32
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 2389
  • Frá upphafi: 1165306

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2044
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband