Leita í fréttum mbl.is

Össur: Vinstri grænir bera ábyrgð á ESB-umsókninni

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði við Fréttablaðið þriðjudaginn 4. ágúst að hann minntist þess ekki að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi bókað fyrirvara við samningsafstöðu Íslands í peningamálum vegna aðildarferlisins inn í Evrópusambandið.

Í kvöldfréttum RÚV sama dag er minnið komið í lag hjá Össuri og hann viðurkennir bókun innanríkisráðherra. En Össur neitar að fyrirvari Ögmundar hafi nokkur áhrif á aðildarferlið þótt trúnaðarmaður utanríkisráðherra, Þorsteinn Pálsson, hafi áður sagt að ef ríkisstjórnin sé ekki einhuga um samningsafstöðu Íslands þá sé sjálfhætt.

Hjá Össuri heitir það ekki lengur að ríkisstjórn eða alþingi ákveði líf eða dauða ESB-umsóknarinnar. Nei, núna er það ,,samstarfsflokkurinn" sem er með málið í hendi sér - þ.e. VG. Þetta segir í frétt RÚV

Utanríkisráðherra staðfestir að fyrirvararnir hafi verið bókaðir í ríkisstjórninni, en þeir hafi engin áhrif á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. „Bókanir einstakra ráðherra í þessum efnum skipta ekki sköpum. Þar ræður fyrst og fremst afstaða sitt hvors stjórnarflokksins. Ef annar þeirra myndi stappa niður fæti, þyrfu menn auðvitað að skoða það, en það hefur ekki verið gert,“ segir Össur Skarphéðinsson.  Hann er ekki sammála því sem haldið hefur verið fram að ráðherra sem setji sig gegn stefnu ríkisstjórnarinnar eigi að segja af sér. „Ég hef sjálfur bókað gegn vilja forsætisráðherra, í annarri ríkisstjórn að vísu, og mér var hvorki fleygt út né gekk ég á dyr.“

Össur er ekki með ríkisstjórnina á bakvið ESB-umsóknina og meirihluti alþingismanna er á mót. En Össur kætist yfir því að VG heldur hlífiskildi yfir gæluverkefni Samfylkingar um koma Íslandi inn í Evróusambandið.


mbl.is Ráðherrar fá sendar fundargerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 128
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 2497
  • Frá upphafi: 1165125

Annað

  • Innlit í dag: 106
  • Innlit sl. viku: 2129
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband