Leita í fréttum mbl.is

Hægri krókur og vinstra högg á evru

Tvær snjallar greinar um síðustu vendingar í evru-kreppunni eru á boðstólum í netheimum í dag. Björn Bjarnason rekur á Evrópuvaktinnihvaða umfjöllun ákvörðun Draghi seðlabankastjóra evru-svæðis fær í þýskum fjölmiðlum. Björn dregur saman og segir

Mario Draghi sagði á ráðstefnu í London daginn fyrir Olympíuleikana að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að bjarga evrunni, hún mundi lifa. Hann hefur nú gert það. Þýskir stjórnmálamenn segjast sætta sig við það, segjast ekki mega ræða efni málsins en minna á pólitísku skilyrðin sem talin eru niðurlægjandi í Madrid og Róm. Halda ekki allir andlitinu – eða hvað? Vandinn er sá að hvorki evrunni er ekki borgið né vandi skuldaþjóðanna leystur. Hvílíkt sjónarspil.

Á hinum pólnum skrifar Vinstrivaktinum Roubini, hagfræðingsins sem sagði fyrir um upphaf kreppunnar, hvaða afstöðu hann tekur til síðustu evru-reddingarinnar.

Roubini sagði fyrir nokkrum dögum á alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál við Comovatn á vegum Ambrosetti Forum: „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu breyta engu. Evrukreppan stendur enn yfir". „Ef Evrópuríkin stöðva ekki samdráttarþróunina og gefa fólkinu í jaðarríkjunum einhverja von- ekki á næstu fimm árum heldur á næstu 12 mánuðum- verður hið pólitíska bakslag yfirþyrmandi, með verkföllum, óeirðum og falli veikra ríkisstjórna."

Neðanmáls er þess að geta að bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að Grikkir sjái til sólar einhvern tíma eftir árið 2024, - haldi þeir evrunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 1165312

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 2050
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband