Leita í fréttum mbl.is

Meginlands-Evrópa í eina átt, Jaðar-Evrópa í aðra

Evru-ríkin 17 freista þess að setja saman miðstýrt regluverk til að sameiginlegur gjaldmiðill fái staðist. Miðstýrða regluverkið verður í formi yfirþjóðlegs valds yfir bankastarfsemi evru-ríkjanna annars vegar og hins vegar yfir ríkisfjármálum sömu ríkja.

Þau lönd sem standa utan evru-samstarfis en eru í ESB, s.s. Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Pólland, munu ekki um fyrirsjáanlega framtíð ganga til liðs við evru-ríkin.

Fréttir af vinnufundi ESB-ráðherra um bankaeftirlit sýnir að þau ríki sem ekki eru í evru-samstarfi ætla sér að standa utan við regluverkið.

Líklega kemur ekki í ljós fyrr en eftir fimm til tíu ár hvort evru-ríkjunum heppnast ætlunarverk sitt. Jaðar-Evrópa mun standa álengdar og halda yfirráðum yfir sínum fjármálastofnunum og fjárlögum. Ísland sem er á ysta jaðri Evrópu ætti vitanlega ekki heldur að gefa færi á sér.


mbl.is Bretar endursemji um veruna í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 228
  • Sl. sólarhring: 441
  • Sl. viku: 2708
  • Frá upphafi: 1164915

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 2325
  • Gestir í dag: 187
  • IP-tölur í dag: 186

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband