Leita í fréttum mbl.is

Atvinnulífið hafnar evru og ESB-aðild

Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis talaði fyrir munn margra atvinnurekenda þegar hún hafnaði upptöku evru í fyrirsjáanlegri framtíð. Katrín sagði mörg önnur brýnni verkefni í efnhagsmálum landsins en að taka upp evru.

Skýrsla Seðalbanka Íslands geymir mörg sterk rök fyrir afstöðu Katrínar. Hér eru nokkur dæmi

„ ... evrusvæðið glímir nú við flókið samspil margvíslegra erfiðleika sem gætu í
versta tilviki ógnað sjálfri tilvist þess, ef fjarar undan pólitískum stuðningi
við myntbandalagið. Þeir efnahagslegu og fjármálalegu erfiðleikar sem við er að
glíma á evrusvæðinu eiga að hluta til rætur að rekja til þess að ásamt
Bandaríkjunum, Bretlandi og Sviss var evrusvæðið ein af upptökum
fjármálakreppunnar sem hófst um mitt ár 2007 og náði hámarki haustið 2008."
(bls. 59)

Ennfremur:
„Íslensk hagsveifla hefur verið í takmörkuðum tengslum við hagsveiflur
evrusvæðisins og reyndar flestra annarra svæða og ríkja. Gerð íslenskrar
útflutningsstarfsemi er einnig nokkuð frábrugðin því sem þekkist meðal annarra
þróaðra ríkja." (bls. 60)

Og þetta:
„Aðild að evrusvæðinu fylgir hins vegar einnig áhætta fyrir Ísland. Ekki yrði
lengur hægt að beita sjálfstæðri peningastefnu og sveigjanlegu gengi til að
draga úr áhrifum áfalla og hraða aðlögun þjóðarbúsins að breyttum þjóðartekjum.
Þessi möguleiki hefur við vissar aðstæður nýst Íslendingum." (bls. 62)


Jafnframt kemur fram í glærukynningu forsvarsmanna bankans um skýrsluna þetta:
„En Ísland er enn í þeim hópi Evrópuríkja sem minnstan ábata hefðu af
EMU-aðild..." 


mbl.is Upptaka evru ekki tímabær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 236
  • Sl. sólarhring: 284
  • Sl. viku: 1740
  • Frá upphafi: 1160405

Annað

  • Innlit í dag: 208
  • Innlit sl. viku: 1523
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 196

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband