Leita í fréttum mbl.is

Evru-eymdin til Frakklands

Írar, Grikkir, Spánverjar og Portúgalar hafa fengið að kenna á spennitreyju evru-samstarfsins. Núna virðist komið að Frökkum. Með tíu prósent atvinnuleysi og samdrátt í allri álfunni virðist aðeins ein leið fyrir Frakka, - niður á við.

Í skjóli evrunnar bjó stór hluti evru-ríkjanna við fölsk lífskjör í áratug. Fyrirtæki, einstaklingar og opinberir aðilar voru fjármagnaðir á fölskum forsendum, sum sé þeim að Þýskaland stæði á bakvið allar skuldir evru-ríkjanna 17. Eftir að blekkingin var afhjúpuð, að Þýskaland stæði ekki í ábyrgð fyrir skuldum annarra evru-ríkja, hækkuðu vextirnir samtímis sem beita þurfti niðurskurði á útgjöld.

Afleiðingin er kreppa sem ekki sér fyrir endann á. Spár hagfræðinga eru að kreppan vari til 2020 og ólíklegt sé að evru-samtarf 17 ríkja haldi kreppuna út. Þangað til að úr rætist verður efnahagsleg og pólitísk óvissa um framtíð Evrópusambandsins.


mbl.is 119 fyrirtækjum bjargað frá þroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 402
  • Sl. viku: 1933
  • Frá upphafi: 1186789

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1707
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband