Leita í fréttum mbl.is

Bretar hóta að beita neitunarvaldi

Bretar eru á leiðinni út úr Evrópusambandinu, er álit ýmissa stjórnmálamanna á meginlandinu. David Cameron forsætisráðherra Bretland lætur það sér í léttu rúmi liggja og heldur áfram andstöðunni gegn vexti Brusselvaldsins.

Cameron fékk á nýafstöðnum leiðtogafundi Evrópusambandsins tryggingu um að nýtt bankabandalag yrði ekki íþyngjandi fyrir fjármálastofnanir í Bretlandi.

Forsætisráðherra Breta gerði gott betur og krafðist þess að Evrópusambandið skæri niður hjá sér báknið. Krafan er að fækka í ofurlaunadeild brusselbýrókrata. Ef ekki verður skorið niður hótar Cameron að beita neitunarvaldi gegn fjárlögum ESB.

Eins og nærri má geta er það nær ómögulegt að fá skrifræðið í Brussel skorið niður. Líklega eru Bretar á leiðinni úr ESB, þrátt fyrir allt.


mbl.is Samið um bankaeftirlit á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 343
  • Sl. sólarhring: 372
  • Sl. viku: 2106
  • Frá upphafi: 1186713

Annað

  • Innlit í dag: 309
  • Innlit sl. viku: 1854
  • Gestir í dag: 286
  • IP-tölur í dag: 280

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband