Leita í fréttum mbl.is

Hundaæði og samstaðan gegn Samfylkingu

Strangar reglur um innflutning á lifandi dýrum og ófrosnu kjöti bæja frá Íslandi ýmsum landlægum sjúkdómum á meginlandi Evrópu. Almenn samstaða hefur verið á Íslandi um nauðsyn varna gegn búfjársjúkdómum og öðrum dýrasjúkdómum.

Samfylkingin hefur sagt sig frá þessari samstöðu gegn kvikfjársjúkdómum. Ráðuneyti Samfylkingar í utanríkismálum leggur ofurkapp á að fella niður smitsjúkdómavarnir til að auðvelda aðild að Evrópusambandinu. Í Bændablaðinu er fjallað um málið og segir þar

Ísland hefur fylgt ströngum takmörkunum á innflutningi lifandi dýra og hráu ófrosnu kjöti. Jafnframt hafa verið hafðar uppi varnir gegn plöntusjúkdómum vegna viðkvæmrar flóru landsins. Þetta er gert til að vernda heilsu manna og dýra og er algjörlega óumdeild og nauðsynleg ráðstöfun. Þá bregður svo við að ekki má setja í samningsafstöðu Íslands afdráttarlausan texta um að slík opnun sé ekki umsemjanleg af okkar hálfu. Með fullri virðingu fyrir hinum ýmsu vottorðum kemur ekkert í staðinn fyrir slíka varúð þegar verjast þarf innflutningi sjúkdóma eins og til dæmis hundaæðis eða gin- og klaufaveiki.

Samfylkingin fékk rúm 29 prósent atkvæðanna við síðustu kosningar. Flokkurinn mælist með um 20 prósent fylgi núna. Það er ótækt að Samfylkingunni líðist að ráða ein málum um stærri hagsmuni Íslands. Við þurfum samstöðu gegn Samfylkingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 138
  • Sl. sólarhring: 245
  • Sl. viku: 2073
  • Frá upphafi: 1184480

Annað

  • Innlit í dag: 124
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 122
  • IP-tölur í dag: 118

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband