Leita í fréttum mbl.is

Frásögnin af falli evru tekur á sig mynd

Þýsk stjórnvöld búa sig undir uppgjör á evru-svæðinu. Í Berlín er tilbúin áætlun og varaáætlun vegna uppgjörsins. Aðaláætlunin byggir líklegast á uppstokkun evru-samstarfs þar sem ríki eins og Grikkland, Portúgal og e.t.v. Spánn fara úr samstarfinu. Varaáætlun er án efa í tveim til þrem útgáfum og ein gerir ráð fyrir upptöku þýska marksins.

Í stórpólitík Evrópusambandsins eru tímasetningar höfuðatriði, sem og leiktjöldin. Þýskaland getur hvorki sagt að evru-tilraunin sé misheppnuð né rekið óreiðuríki úr evru-samstarfinu.

Til að undirbyggja uppgjörið verður að búa til trúverðuga frásögn. Einn liður í þeirri frásögn er að Evrópusambandið virki ekki lengur sem vettvangur til að taka sameiginlegar ákvarðanir. Með því að fresta afgreiðslu fjárlaga ESB fram yfir áramót er frásagnarminnið um ónýti ESB undirstrikað.

Önnur frásagnarminni, eins og varanleg vangeta Suður-Evrópu að ná tökum á efnahagsmálum sínum, eru óðum að breytast í fastar stærðir sem hægt er að gera pólitík úr.

Þjóðverjar gera upp við sig eftir næstu kosningar, þær verða eftir ár, til hvaða áætlunar um endalok evru-samstarfsins verður gripið.


mbl.is Leiðtogar ESB náðu ekki saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 311
  • Sl. sólarhring: 399
  • Sl. viku: 2720
  • Frá upphafi: 1166094

Annað

  • Innlit í dag: 255
  • Innlit sl. viku: 2346
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband