Leita í fréttum mbl.is

Grikkland í skuldfeni ESB um ókomna tíð

Grikkland getur ekki og mun ekki borga skuldir sínar. Síðustu áætlanir gerðu ráð fyrir að eftir tíu ár myndi Grikkland skulda 170 prósent af landsframleiðslunni. Almennt er viðurkennt að skuldir verulega umfram 100 prósent af landsframleiðslu séu ósjálfbærar. 

Grikkir eru enn inn í evru-samstarfinu af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi þora þeir ekki að standa á eigin fótum og telja betra að vera á framfærslu Evrópusambandsins um ófyrirsjáanlega framtíð. Í öðru lagi vegna þess að Evrópusambandið þorir ekki að láta Grikkland róa.

Grikkir gætu bjargað sér með því að fá samkeppnishæfan gjaldmiðil og það gætti þýtt endalok evru-samstarfsins. Ef Portúgalar, Spánverjar og Ítalir myndu sjá Grikkland blómstra hálft eða eitt ár eftir útgöngu úr evru-samstarfinu væri sjálfhætt fyrir þessar þjóðir í téðu samstarfi.

Tilraunir Evrópusambandsins til að halda Grikklandi í spennitreyju evrunnar um ókomna tíð eru dæmdar til að mistakast.


mbl.is Funda í dag um björgun Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 45
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2008
  • Frá upphafi: 1176862

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1828
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband