Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson styður Árna Pál

Talsmaður ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum, Þorsteinn Pálsson, styður Árna Pál Árnason til formennsku í Samfylkingunni. Þorsteinn óskar sér samstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem myndi áfram vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn segir Árna Pál sýna löngun til samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í nýlegum viðtalsþætti í sjónvarpinu. Síðan skrifar Þorsteinn

Slái Sjálfstæðisflokkurinn hendinni á móti þeirri opnun gæti Samfylkingin hins vegar einangrast vegna Evrópumálanna; nema hún fórni þeim. Neyðist hún til þess er sennilegra að það gerist gagnvart VG og Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum.

ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum eru í miklum minnihluta. Þeir sjá sér hins vegar leik á borði að fá stuðning af Samfylkingunni og þá sérstaklega þeim hópi sem fylgir Árna Páli Árnasyni.

Nái herfræði Þorsteins og ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum fram að ganga verður Árni Páll kjörinn formaður Samfylkingar í febrúar. Eftir kosningar yrði mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem héldi ESB-umsókninni til streitu.

Hugguleg framtíðarsýn, - eða hitt þó heldur.

-pv


mbl.is Guðbjartur fram gegn Árna Páli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 455
  • Sl. viku: 1773
  • Frá upphafi: 1162225

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1587
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband