Leita í fréttum mbl.is

Evru-samstaðan er að bresta

Til skamms tíma var óhugsandi að eitthvert evru-ríkjanna 17 yfirgæfi gjaldmiðlasamstarfið. Núna er nánast óhugsandi að ríkin 17 haldi hópinn. Fyrsta landið til að yfirgefa evru-samstarfið verður Grikkland.

Samkvæmt núverandi horfum mun það taka Grikki tólf ár að koma skuldum sínum niður fyrir 110 prósent af þjóðarframleiðslu. Landið er gjaldþrota og frekari stuðningur gerir ekki annað en að kaupa tíma, segir Harvard-hagfræðingur í viðtali við Die Welt.

Eftir að Grikkir eru farnir úr evru-samstarfinu er búið að varða leiðina fyrir Portúgali og Spánverja. Evru-samstarfið, eins og við þekkjum það í dag, er búið að vera. Eina spurningin er hvort ráðandi öflum í Evrópu takist að vinda ofan af evru-samstarfinu sem skipulögðum hætti eða hvort það verður sprenging.

Hvort heldur sem er þá er Ísland hólpið að standa utan við evru-samstarfið. 

-pv


mbl.is Ríki fái að yfirgefa evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 52
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 2485
  • Frá upphafi: 1176176

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 2253
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband