Leita í fréttum mbl.is

Ásmundur Einar og Unnur Brá endurkjörin á aðalfundi

Ásmundur Einar Daðason alþingismaður var endurkjörinn formaður Heimssýnar á aðalfundi samtakanna sem haldinn var miðvikudaginn 12. þessa mánaðar. Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður var endurkjörin varaformaður samtakanna á fundinum.

Á fundinum var farið yfir starfsemi samtakanna á liðnu ári og yfir hina pólitísku stöðu ESB-málsins hér á landi. Margir fundarmanna tóku til máls um stöðu mála. Ásmundur Einar sagði meðal annars að andstaða meðal þjóðarinnar við aðild að ESB væri að vaxa og nú væri svo komið að meirihluti þjóðarinnar væri því fylgjandi að umsóknin um aðild yrði dregin til baka. Þá sagði hann að nú væru að verða komin fjögur ár af þessari ESB-vegferð, það væri nóg  og það væri kominn tími til að leggja umsóknina til hliðar.

Unnur Brá Konráðsdóttir sagði meðal annars að tryggja þyrfti góða umræðu um ESB-málin fyrir kosningarnar í vor. Hún sagði ánægjulegt að greina þann samhug sem ríkt hefði á fundinum og gott að sjá hina breiðu pólitísku samstöðu sem væri gegn aðild að ESB. Unnur Brá þakkaði Páli Vilhjálmssyni sérstaklega fyrir störf hans í þágu samtakanna, en Páll ákvað að láta af störfum á þessum tímamótum. Páll var kjörinn í stjórn samtakanna ásamt fjölda annarra, en nánari grein verður gerð fyrir aðalfundinum fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 22
  • Sl. sólarhring: 493
  • Sl. viku: 2529
  • Frá upphafi: 1166289

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 2166
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband