Leita í fréttum mbl.is

Misskilningur eða óskhyggja forsætisráðherra?

Það er merkilegt að Jóhanna Sigurðardóttir skuli endurtaka sama misskilninginn og aðrir úr hennar röðum hafa áður gert um faglega og tæknilega aðstoð frá ESB til að losna við gjaldeyrishöftin. Það vita allir sem fylgjast með að það er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem hefur alla sérfræðiþekkingu sem skiptir máli í þessu efni, en ESB hefur í raun engu við að bæta. ESB sækir meira að segja sín sérfræðiráð til AGS í þessum efnum.

Gjaldeyrishöftin voru sett hér á samkvæmt ráðleggingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sérfræðinga hans. Á meðan við unnum samkvæmt efnahagsáætlun í samstarfi  við AGS var fátt gert án þess að AGS væri þar einhvers staðar með í ráðum. Jafnvel eftir að efnahagsáætluninni lauk er AGS fyrsti aðilinn til að ráðfæra sig við utan Íslands, bæði vegna þess að við erum enn skuldbundin  AGS vegna þeirra lána sem við fengum, auk þess sem öll ríki leita til AGS þegar greiðslujafnaðarvandi er á höndum.

Það má minna á að löngu áður en Grikkland (og ESB) bað AGS um aðstoð hafði her sérfræðinga á vegum AGS starfað í Grikklandi í talsverðan tíma við sérfræðiráðgjöf.  Sama má segja um fleiri ríki, eins og Portúgal og Írland.  Það er reynsla AGS við að fást við kreppur af þessu tagi sem kemur að haldi. ESB sem slíkt hefur engu við að bæta.

Forsætisráðherra er því bara að slá ryki í augu landsmanna þegar hún heldur því fram að ESB ætli að hjálpa okkur við að losna við gjaldeyrishöftin með faglegri og tæknilegri ráðgjöf – því ESB sækir alla aðstoð á því sviði til AGS.  Þar sem fæstir gera sér grein fyrir þessu getur forsætisráðherra og utanríkisráðherra haldið áfram að halda þessari firru að fólki.

Sjá m.a.: Afnám hafta forsenda ESB-aðildar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 499
  • Sl. viku: 2536
  • Frá upphafi: 1166296

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2173
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband