Leita í fréttum mbl.is

Ein næg ástæða til að segja nei við ESB

Ýmsir láta eins og það sé allt óljóst með ESB og að við þurfum að klára aðildar-, eða öllu heldur aðlögunarferlið og skoða væntanlegan samning til að sjá hvað er í boði. Vissulega vitum við ekki nákvæmlega hvernig ESB mun þróast, en við þekkjum stöðuna í dag. Þróunin er hins vegar í átt til stórríkis með auknum áhrifum Brussel-veldisins á ýmsum sviðum, m.a. á sviði skattamála og ríkisútgjalda.

Eitt er víst og það er að hin sameiginlega fiskveiðistefna ESB er einn af grundvallarþáttum sambandsins og aðild að ESB fæli það í sér að vald yfir fiskveiðiauðlindum færðist formlega til Brussel-báknsins.

Það er reyndar dálítið skondið að lesa um það í Fréttablaðinu í dag að samningshópur íslenskra stjórnvalda í viðræðum við ESB sé að vinna að samningsafstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum. Það er sérstaklega skondið í ljósi þess að þegar núverandi utanríkisráðherra keyrði ESB-afstöðuna í gegn í almennri kosningu í Samfylkingunni árið 2002 þá var það eitt af skilyrðunum sem samþykkt voru, reyndar með dræmri kosningaþátttöku, að Íslendingar myndu skilgreina samningsmarkmið sín áður en farið yrði í aðildarviðræður. Nú, rúmlega 10 árum síðar, liggja samningsmarkmiðin ekki einu sinni fyrir! Þau eru því enn hulin þoku.

Það að afhenda býrókrötum í Brussel formleg yfirráð yfir sjávarútvegsauðlindinni, þeirri auðlind sem velferð Íslendinga hefur ekki hvað síst byggst á síðustu öldina og mun byggjast á að stórum hluta áfram, er tilræði við framtíð og velferð þjóðarinnar.

Það eitt er næg ástæða til að segja nei við aðild að ESB. Einhverjar tímabundnar og veigalitlar undanþágur sem okkur verða boðnar, ásamt væntanlega einhverjum styrkjum, munu ekki breyta því að til lengri tíma litið væri það glapræði að gangast undir það að yfirráð yfir fiskimiðunum færðust til Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 209
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 2578
  • Frá upphafi: 1165206

Annað

  • Innlit í dag: 183
  • Innlit sl. viku: 2206
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 170

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband