Leita í fréttum mbl.is

Hlutur útflutnings hefur aukist meira á Íslandi en í ýmsum evrulöndum

Útflutningur sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hækkað miklu meira á Íslandi en í Finnlandi og Svíþjóð á þeim tíma sem þau hafa verið í ESB

Það er fróðlegt að skoða hagtölur hér á landi í samanburði við ýmis lönd ESB. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að Svíþjóð og Finnland urðu meðlimir í ESB árið 1995 hefur útflutningur á Íslandi sem hlutur af landsframleiðslu aukist úr 35% í 60%. Á sama tíma hefur þessi tala hækkað mun minna hjá þessum frændþjóðum okkar. Í Svíþjóð hefur þessi tala farið úr 40% í 50% og í Finnlandi hefur þetta lítið breyst, eða farið úr 37% í 40%. Samt hafa Finnar meira að segja evruna umfram Svía!

Samkvæmt þessu er ekki gott fyrir útflutninginn að vera í Evrópusambandinu og allra verst að vera með evruna.

Vitaskuld eru ýmsar hliðar á þessu og í hlutföllum ráða fleiri en ein stærð. Í þessu tilviki er það landsframleiðslan auk útflutningsins. Það er hins vegar ljóst að söngur ESB-sinna um aukinn útflutning með evrunni umfram aðrar myntir er eitthvað málum blandinn. Þetta hlutfall hefur hækkað víðast hvar og mismikið. Það er hins vegar ljóst að hér á landi hefur hlutfallið aukist meira en hjá þessum vinaþjóðum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 208
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 2143
  • Frá upphafi: 1184550

Annað

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 1847
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband