Leita í fréttum mbl.is

Evran komin með stóran staf!

Það vekur athygli að ESB- og evrusinnum er fátt heilagt í baráttu sinni við að stækka hlut síns fyrirheitna lands. Nú víkja þeir frá þeirri meginreglu að skrifa heiti gjaldmiðla með litlum staf (undantekningin er t.d. Bandaríkjadalur). Evruna skrifa þeir þannig með stórum staf, en halda áfram að skrifa krónuna með litlum staf!

Þessi tilhneiging minnir á það háttalag yfirmanna sumra deilda í fyrirtækjum og stofnunum að skrifa nafn deildar sinnar með stórum staf jafnvel þótt hefð hafi verið fyrir hinu.

Þess er nú kannski ekki langt að bíða að ESB-sinnar fari að skrifa Ísland með litlum staf?

Sjá pistil evru-sinnanna:

„Þann (!) 10. janúar næstkomandi verður nýr Evruseðill (!), með nýrri hönnun, kynntur. Um er að ræða fimm Evru-seðil (!), sem er hluti af annarri "(!)kynslóð" Evrunnar (!).

Þessi sería ef Evrum (!) hefur hlotið nafnið "(!)Europa" eða Evrópa, eftir grísku gyðjunni með sama nafni.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 262
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 2197
  • Frá upphafi: 1184604

Annað

  • Innlit í dag: 229
  • Innlit sl. viku: 1892
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 206

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband