Leita í fréttum mbl.is

Evran gengisfelld í opinberum skýrslum

Það eru ýmsar hliðar á gjaldeyrismálunum. Flestir eru sammála um að það er hagstætt fyrir íbúa hér á landi að Ísland skuli vera með eigin gjaldmiðil til að koma á jafnvægi í viðskiptum við útlönd eftir kreppuna og aðstoða við uppbygginguna. Fjölmiðlar í Evrópu líta þannig til leiða Íslands út úr kreppunni sem fyrirmyndarleiða sem aðrar þjóðir geta öfundað okkur af.  Eins eru ýmsir fræðimenn á því að það hefði getað orðið okkur fjötur um fót, líkt og það varð jaðarríkjum evrusvæðisins, hefðum við verið með evru fyrir hrunið.

Höfundar að gjaldmiðlaskýrslu Seðlabankans taka í raun af öll tvímæli um að evran sé vafasamur kostur fyrir okkur Íslendinga. Þar er evran í raun gengisfelld.

 Í kaflanum um vinnumarkað segir meðal annars eftirfarandi um ókosti evrunnar:

Að öllu samanteknu virðist sveigjanleikinn á íslenskum vinnumarkaði allnokkur í samanburði við önnur lönd stærra myntbandalags.

 Ennfremur segir:

Nafnlaun virðast hins vegar nokkuð tregbreytanleg niður á við, sem bendir til þess að erfitt gæti orðið að laga þjóðarbúskapinn að nýjum aðstæðum eftir stór efnahagsáföll með því að lækka almennt kostnaðarstig í landinu. Að sama skapi hefur launakostnaður kerfisbundið hækkað meira en sem nemur framleiðniaukningu vinnuaflsins en á móti hefur gengi krónunnar lækkað til að viðhalda samkeppnisstöðu atvinnuveganna. Innan myntbandalags er sá kostur ekki lengur fyrir hendi. Því myndi myntbandalagsaðild kalla á breytingar á ákvörðunum um nafnlaun hér á landi eigi samkeppnisstaða þjóðarbúsins ekki smám saman að veikjast sem gæti endað með alvarlegum vanda svipuðum þeim sem sum ríki á evrusvæðinu glíma nú við.

 Og að lokum:

„Reynslan af evrusvæðinu sýnir að ekki er tryggt að myntbandalagsaðild knýi sjálfkrafa á um umbætur á vinnumarkaði. Vinnumarkaðir evrusvæðisins voru töluvert ósveigjanlegir fyrir stofnun myntbandalagsins og litlar breytingar hafa verið gerðar eftir að myntbandalagið tók til starfa, þótt sveigjanleiki hafi að einhverju leyti verið aukinn í sumum ríkjum með tvískiptingu vinnumarkaðar þar sem hluti hans nýtur lakari kjara og minni uppsagnarverndar. Nafnlaun á evrusvæðinu eru enn mjög ósveigjanleg og mismunur í þróun launakostnaðar milli evruríkja hefur jafnvel aukist eftir aðild. Fólksflutningar innan evrusvæðisins eru tiltölulega litlir og töluvert minni en t.d. innan Bandaríkjanna. Þessir fólksflutningar virðast ekki hafa aukist þrátt fyrir samninginn um frjálst flæði vinnuafls (samninginn um Evrópska efnahagssvæðið) og Schengen-samninginn, sem áttu að auðvelda hreyfanleika vinnuafls. Aðlögun á vinnumarkaði hefur því í auknum mæli þurft að eiga sér stað í gegnum sveiflur í atvinnu og atvinnuleysi með tilheyrandi efnahags- og félagslegum vandamálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 1876
  • Frá upphafi: 1184613

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1605
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband