Leita í fréttum mbl.is

ESB læknar meinið en eyðir samfélögum?

Það er mjög athyglisverð grein í The Telegraph sem Páll Vilhjálmsson blaðamaður bendir á í nýlegri bloggfærslu sinni. Í greininni lýsir Peter Oborne þeim mun sem er á Bretum annars vegar og meginlandsbúum í Evrópu hins vegar, eða kannski öllu heldur þeim mismunandi pólitísku aðferðum og hefðum sem hafa áhrif á gerðir stjórnmálamanna.

Í stuttu máli miða Bretar við reynslu og láta hana ráða miklu um gerðir sínar. Meginlandsbúar ganga hins vegar út frá hugmyndum og ef raunveruleikinn er á skjön við hugmyndirnar þá halda menn áfram að laga raunveruleikann að hugmyndunum.

Þannig er það með evruna: Hún er sett í framkvæmd á grundvelli hugmyndar, pólitískrar skoðunar. Ljóst var frá upphafi að hún stóðst ekki þann hagfræðilega grunn sem almennt var til viðmiðunar um hagkvæm gjaldmiðilssvæði. Reynslan hefur staðfest að samfélagslega og stjórnmálalega uppfyllir svæðið ekki skilyrði hagkvæms myntsvæðis. Það er einkum vegna ósveigjanlegs vinnumarkaðar, ólíkrar menningar og svo einnig vegna þess að ríkisvaldið og kjósendagrunnurinn er ekki sameinað fyrirbæri á svæðinu.

Þess vegna, segir Oborne, er Barroso yfirframkvæmdastjóri ESB-svæðisins í þeirri stöðu að ætla að eyða því meini sem hrjáir sjúklinginn, þ.e. evrusvæðið, en hann gerir meira en að eyða meininu því hann eyðir heilum samfélögum í leiðinni. Í því efni bendir Oborne m.a. á að sums staðar sé yfir helmingur ungs fólks atvinnulaus á evrusvæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 306
  • Sl. viku: 2375
  • Frá upphafi: 1165003

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2028
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband