Leita í fréttum mbl.is

ESB kastar orkumilljörðum út um gluggann

orkusounVefritið EUobserver greinir frá því að það sé enginn ábati af mörgum orkusparandi aðgerðum Evrópusambandsins næstu 150 árin. Það sem verra er: Þá verða allar byggingaumbætur sem ráðist var í með orkusparnað að leiðarljósi orðnar ónýtar.

Þetta kemur fram í endurskoðunarskýrslu sem birt var í upphafi vikunnar (report by the European Court of Auditors (ECA)).  Í skýrslunni kemur fram að þeir fjármunir sem varið hefur verið í orkusparandi aðgerðir í opinberum byggingum munu ekki skila sér næstu 50 árin. Í sumum tilfellum verði enginn ábati af átakinu næstu 150 árin. Í verkefnum á Ítalíu reiknaðist þessi árafjöldi vera á milli 288 og 444 ár!

Mest af fénu - um 150 milljarðar króna - fóru til Ítalíu, Tékklands og Litháen.

Það var að mestu notað í andlitslyftingar gamalla húsa.

Svona lagað kætir náttúrulega ýmsa heimamenn á viðkomandi svæðum og ekki er verra ef þeir hafa fengið að skála í léttvíni við fjárveitingavaldsmenn ESB af tilefninu.

Það er út af fyrir sig jákvætt að þessi endurskoðunarskrifstofa hafi komist að niðurstöðu í málinu. Það er meira en sagt verður um þá sem eiga að endurskoða bókhald ESB-stjórnkerfisins. Það hefur reynst þrautin þyngri.

En Björt framtíð mun kannski bæta bókhaldskunnáttu ESB og auka skynsanlega nýtingu fjármuna. Hver veit?


mbl.is „Er þetta flókið?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 23
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 1606
  • Frá upphafi: 1161775

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1436
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband