Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur og Samfylkingin einangruð í ESB-málinu

asmundurkastlÞað kom berlega í ljós í Kastljósþætti kvöldsins að Guðmundur Steingrímsson og Samfylkingin eru algjörlega einangruð í ESB-málinu.

Ásmundur Einar Daðason þingmaður og formaður Heimssýnar greindi frá því að það sem menn kölluðu viðræður við ESB væru í raun engar viðræður. Það hefði breyst eftir að Noregur hafnaði aðildarsamningnum í seinna skiptið. Nú væru þessar viðræður aðlögunarviðræður sem fælust í því að ESB hjálpaði umsóknarríkjunum að taka upp regluverk og viðmið Evrópusambandsins. Þetta væru ekki raunverulegar aðildarviðræður og í raun og veru væri ekki um neitt að semja.

Guðmundur fullyrti, þvert á yfirlýsingar forystumanna ESB og utanríkisráðherra Íslands og fleiri, að það væri augljóst að sjávarútvegsstefna ESB ætti ekki við Ísland. Sjávarútvegsstefnan var eitt af veigameiri atriðum sem urðu til þess að Norðmenn felldu samninginn síðast þrátt fyrir tímabundnar undanþágur.

Sjávarútvegsstefna ESB er og hefur verið sameiginleg. Hún felur það í sér að formleg yfirráð yfir fiskimiðunum verða flutt til Brussel. Ef Guðmundur trúir því ekki væri gott að heyra hann segja það. Það að íslenskar útgerðir fengju til að byrja með úthlutaðan kvóta á grundvelli sögulegrar reynslu breytir ekki þeirri grundvallarstaðreynd að formleg yfirráð Íslendinga yfir fiskveiðiauðlindinni væru komin úr höndum okkar um leið og við skrifuðum undir aðild að ESB.

Guðmundur kvartaði yfir átökum í stjórnmálum. Hans draumsýn er þá væntanlega sú að hann einn ásamt Samfylkingunni fái að ráða þessu máli.

Það vill bara svo til að Guðmundur og Samfylkingin eru einangraður minnihluti í málinu.

Samtal Ásmundar Einars Daðasonar og Guðmundar Steingrímssonar byrjar þegar 6 mínútur eru liðnar af Kastljósþættinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 203
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 1981
  • Frá upphafi: 1183184

Annað

  • Innlit í dag: 173
  • Innlit sl. viku: 1735
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 162

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband