Leita í fréttum mbl.is

Króna eða evra?

peningarÞetta átti þá að taka 9-18 mánuði samkvæmt helstu forsvarsmönnum aðildarumsóknar! Prófessor Samfylkingar í málinu bauð best! Merkilegt að rifja þetta upp. Nú hefur umsóknin í raun verið lögð til hliðar ef tekið er mið af því hvernig aðildarferli hefur gengið fyrir sig hjá öðrum löndum.

En evrusinnar halda áfram að hamast út í gjaldmiðilinn. Krónan hefur ekki komið í veg fyrir að velferð hefur síðustu áratugi verið með mesta móti hér á landi í samanburði við önnur lönd. Hagvöxtur er hér nú ágætur, sérstaklega ef tekið er mið af evrusvæðinu þar sem framleiðsla dregst saman og atvinnuleysi eykst. Þar er atvinnuleysið meira en 10% og um 50% hjá ungu fólki í þeim löndum þar sem verst lætur. Hér er atvinnuleysið 4,4%.

Gjaldmiðlar hafa sína kosti og galla. Krónan er ekki gallalaus fremur en aðrir gjaldmiðlar, en hún sinnir sínu hlutverki. Hún mælir verðmæti, miðlar verðmætum og geymir verðmæti eins og gjaldmiðlar eiga að gera. Sparnaður í beinhörðum krónum eru fleiri hundruð milljarðar.

Hvernig var það? Voru ekki fréttir um að fólk væri að taka peninga sína út úr bönkum í evrulöndunum?

Við skulum samt vona allra vegna að ástandið fari nú að skána í evrulöndunum.


mbl.is Aðildarferlið átti upphaflega að taka innan við tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 1433
  • Frá upphafi: 1160455

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1271
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband