Fimmtudagur, 17. janúar 2013
Vextir á Spáni þyrftu að vera mínus 17,7%!
Finnar eru í Evrópusambandinu og komnir með evru við mismunandi hrifningu íbúanna. Í vefritinu Helsinki Times er fjallað um þann vanda sem það skapar fyrir Finna að vera á evrusvæðinu. Þar er minnt á að evrusvæðið sé margskipt hvað efnahagsstöðu og efnahagsþróun varðar og að sama vaxtastefna henti ekki öllum þessum svæðum.
Þannig segir að miðað við algenga viðmiðun (Taylor-reglu) ættu stýrivextir að vera 6,8% í Hollandi og 2,9% í Finnlandi. Stýrivextirnir eru hins vegar 0,75% vegna mikils samdráttar og lítillar verðbólgu á svæðinu í heild að meðaltali. Fyrir vikið er verðbólgan í hærri kantinum í nokkrum löndum, m.a. Finnlandi, en þar er hún 3,2% og ýmsir óttast verðbólguþrýsting og myndu vilja hærri stýrivexti.
Aðalvandinn er hins vegar á suðurjaðri evrusvæðisins. Þannig segir greinarhöfundur að stýrivextir þyrftu að vera mínus 15,7 prósent í Grikklandi miðað við þessa algengu viðmiðunarreglu (þ.e. ef það væri framkvæmanlegt), og mínus 17,7 prósent á Spáni!
Grikkland, Spánn, Portúgal og fleiri jaðarlönd glíma hins vegar við nokkuð háa vexti, t.d. á skuldum ríkisins, sem eru í hærri kantinum. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum á tíu ára skuldabréfum ríkisins um 7% í Portúgal, ríflega 5% á Spáni og 11% á Grikklandi.
Þótt vextir hafi lækkað eitthvað síðustu vikur eru þó margir þeirrar skoðunar að vegna áframhaldandi samdráttar á svæðinu, ekki hvað síst þar sem ástandið er verst eins og í ofangreindum löndum, þá muni skulda- og vaxtabyrðin þar ekki fara minnkandi og svo gæti farið að hún verði óviðráðanleg, þrátt fyrir alla aðstoðarpakkana.
Hér á landi er þó útlit fyrir að skuldir ríkisins fari lækkandi ef áætlanir fyrir næsta ár ganga eftir.
Það þykir ýmsum eftirtektarvert á alþjóðlegum mörkuðum.
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 56
- Sl. sólarhring: 277
- Sl. viku: 1718
- Frá upphafi: 1183302
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 1504
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.