Leita í fréttum mbl.is

Vextir á Spáni þyrftu að vera mínus 17,7%!

Finnar eru í Evrópusambandinu og komnir með evru við mismunandi hrifningu íbúanna. Í vefritinu Helsinki Times er fjallað um þann vanda sem það skapar fyrir Finna að vera á evrusvæðinu. Þar er minnt á að evrusvæðið sé margskipt hvað efnahagsstöðu og efnahagsþróun varðar og að sama vaxtastefna henti ekki öllum þessum svæðum.

Þannig segir að miðað við algenga viðmiðun (Taylor-reglu) ættu stýrivextir að vera 6,8% í Hollandi og 2,9% í Finnlandi. Stýrivextirnir eru hins vegar 0,75% vegna mikils samdráttar og lítillar verðbólgu á svæðinu í heild að meðaltali. Fyrir vikið er verðbólgan í hærri kantinum í nokkrum löndum, m.a. Finnlandi, en þar er hún 3,2% og ýmsir óttast verðbólguþrýsting og myndu vilja hærri stýrivexti.

Aðalvandinn er hins vegar á suðurjaðri evrusvæðisins. Þannig segir greinarhöfundur að stýrivextir þyrftu að vera mínus 15,7 prósent í Grikklandi miðað við þessa algengu viðmiðunarreglu (þ.e. ef það væri framkvæmanlegt), og mínus 17,7 prósent á Spáni!

eu bond yields 7 countries

Grikkland, Spánn, Portúgal og fleiri jaðarlönd glíma hins vegar við nokkuð háa vexti, t.d. á skuldum ríkisins, sem eru í hærri kantinum. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum á tíu ára skuldabréfum ríkisins um 7% í Portúgal, ríflega 5% á Spáni og  11% á Grikklandi.

Þótt vextir hafi lækkað eitthvað síðustu vikur eru þó margir þeirrar skoðunar að vegna áframhaldandi samdráttar á svæðinu, ekki hvað síst þar sem ástandið er verst eins og í ofangreindum löndum, þá muni skulda- og vaxtabyrðin þar ekki fara minnkandi og svo gæti farið að hún verði óviðráðanleg, þrátt fyrir alla aðstoðarpakkana.

Hér á landi er þó útlit fyrir að skuldir ríkisins fari lækkandi ef áætlanir fyrir næsta ár ganga eftir.

Það þykir ýmsum eftirtektarvert á alþjóðlegum mörkuðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 273
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 1856
  • Frá upphafi: 1162025

Annað

  • Innlit í dag: 253
  • Innlit sl. viku: 1668
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 243

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband