Leita í fréttum mbl.is

Meirihluti landsmanna vill draga umsókn að ESB til baka eða gera hlé á viðræðum

Niðurstaða skoðanakönnunar sem birt er í Fréttablaðinu í dag bendir til þess að nú vilji meirihluti landsmanna annað hvort draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka eða gera hlé á viðræðum. Samtals styðja 51,6 prósent landsmanna aðra hvora þessa leið. Hins vegar vilja 48,5 prósent ljúka viðræðunum samkvæmt könnuninni.

Eftir því sem fram kemur í Fréttablaðinu hefur þeim fækkað verulega sem vilja ljúka aðildarviðræðum. Fyrir rúmu ári, í desember 2011, vildu 65 prósent ljúka viðræðum.

Það er greinilegt samkvæmt þessu að þeim fækkar stórlega sem styðja stefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í þessu máli.

Viðbót: Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig ýmsir fjölmiðlar stilla þessu upp, m.a. í fyrirsögnum. Evrópuvaktin fjallar aðeins um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 417
  • Sl. sólarhring: 457
  • Sl. viku: 2000
  • Frá upphafi: 1162169

Annað

  • Innlit í dag: 376
  • Innlit sl. viku: 1791
  • Gestir í dag: 346
  • IP-tölur í dag: 345

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband