Leita í fréttum mbl.is

Forystumönnum í ESB er bannað að segja satt

gosiForystumenn í ESB mega ekki segja sannleikann. Þeir mega undir engum kringumstæðum segja að nokkuð sem aflaga hefur farið sé evrunni eða myntsamstarfinu að kenna. Stjórnkerfi evrulandanna og ESB-landanna endurómar þessa lygi - og jafnvel hluti stjórnkerfa fleiri landa.

Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu fer að hluta til með fleipur í því sem haft er eftir honum í meðfylgjandi frétt.

Fjölmargir hagfræðingar - og þarf nú ekki neinn hagfræðing til - hafa bent á að einn helst vandi sem Ítalía hefur búið við undanfarið er skert samkeppnisstaða vegna þess að Ítalir eru læstir inni í gengissamstarfi á meðan verðlagsþróun er allt öðruvísi á Ítalíu en í samkeppnislandinu Þýskalandi. Þjóðverjar hafa getað haldið launum og verði niðri, vörur þeirra hafa verið ódýrari en Ítala, þær selst betur, viðskiptaafgangur verið hjá Þjóðverjum á meðan viðskiptahalli hefur verið hjá Ítölum - sem hafa fyrir vikið safnað skuldum sem þjóð.  Þetta mega forystumenn ESB og ESB-sinnar aldrei viðurkenna.

Nóbelsverðlaunahafinn Krugman sagði í bók sem kom út á síðasta ári (End this depression now) að opinberar skuldir Ítala hefðu að mestu leyti verið tilkomnar fyrir nokkrum áratugum og að þeir hefðu verið á góðri leið með að lækka þær áður en evran var tekin upp. Þá syrti aftur í álinn.

En forystumenn í ESB mega ekki segja sannleikann um sumt. Þá eru þeir teknir á teppið. Dæmi um slíkt eru vel þekkt.


mbl.is Engar óviljugar þjóðir í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 244
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 2007
  • Frá upphafi: 1186614

Annað

  • Innlit í dag: 213
  • Innlit sl. viku: 1758
  • Gestir í dag: 199
  • IP-tölur í dag: 197

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband