Leita í fréttum mbl.is

Upptaka erlends gjaldmiðils á Íslandi er óráð

no_euErlendur Magnússon skrifar athyglisverða og aðgengilega grein um upptöku erlends gjaldmiðils á Íslandi í Þjóðmál, tímarit um stjórnmál og menningu, síðastliðið sumar.

Þar kemur meðal annars fram að ástæður sveiflna í gengi krónunnar séu í fyrsta lagi agaleysi Íslendinga í efnahagsmálum, svo sem ör útgjaldaaukning hins opinbera, ör útlánavöxtur banka og óábyrgir kjarasamningar, og í öðru lagi ytri áföll þjóðarbúsins sem raska viðskiptakjörum, en þar er átt við breytingar á náttúrunni, breytt verð á heimsmörkuðum, auk einsaka náttúruhamfara og alþjóðadeilna.

Ljóst er að Íslendingar eiga að geta tamið sér agaðri vinnubrögð hvort sem þeir eru með eigin gjaldmiðil eða annan, en erfitt verður að eiga við ytri áföllin - og öllu erfiðara ef við tækjum t.d. upp evru. Þá yrðum við að búa við það sem kallað er innri gengisfelling í stað þeirrar venjulegu gengisaðlögunar sem við búum við núna. Greinarhöfundur telur að upplýsa þurfi betur um muninn á venjulegri gengisaðlögun og innri gengisfellingu, sem evruþjóðirnar búi við, og geti verið mun harkalegri og erfiaðri við að eiga. Hann segir:  

Við getum horft til evrulandanna til þess að sjá dæmi um hvernig innri gengisfelling er framkvæmd og hver áhrifin geta orðið: Laun lækka, lífeyrisgreiðslur lækka, bætur lækka, atvinnuleysi eykst, fasteignaverð lækkar. Í sjálfu sér er þetta hiða sama og Íslendingar hafa fengið að reyna síðustu fjögur árin, ef forskeytinu "raun" er bætt framan við flest orðin (þ.e. raunlaun lækka, o.s.frv.). Munurinn er hins vegar sá, í samanburði við gengisfellingu þjóðargjaldmiðils, að mun meiri raunlækkun lífskjara með innri gengisfellingu þarf til þess að leiðrétta viðskiptajöfnuðinn, dreifingin er ekki eins jöfn yfir samfélagið og það er mun líklegra að vítahringur samdráttar fari af sað, sem standi í vegi fyrir hagvexti.

Svo segir höfundur að verst af öllu sé atvinnuleysið. Svo sem kunnugt er af nýlegum fréttum eru um 60% ungs fólks á Spáni nú án atvinnu.

Það er ástæða til að hvetja fólk til þess að lesa þessa stuttu og aðgengilegu grein Erlends.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 110
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 2479
  • Frá upphafi: 1165107

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 2113
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband