Leita í fréttum mbl.is

Tryggja þarf fullveldi yfir auðlindum Íslands

odinn sigthorssonÓðinn Sigþórsson, formaður framkvæmdastjórnar Heimssýnar, skrifar athyglisverða grein um stjórnarskrármálið sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar varar hann við því hvernig hagað hefur verið málum varðandi heimildir til að framselja fullveldi þjóðarinnar og bendir á að þjóðin hafa ekki verið spurð um þennan mikilvæga hluta stjórnarskrárinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust.

Óðinn telur að fyrirliggjandi texti og tillögur um breytingar á stjórnarskránni tryggi ekki fullveldi yfir auðlindum landsins. Óðinn segir í lok greinar sinnar:

Allsherjarnefnd Alþingis hefur í umsögn um frumvarp til stjórnlaga lagt til þá breytingu, að ekki verði felldar brott heimildir í 72. gr. gildandi stjórnarskrár. Greinin mælir fyrir um að takmarka megi með lögum fjárfestingu erlendra aðila í landi, fasteignum og atvinnurekstri. Telur nefndin réttilega að slík heimild sé nauðsynleg til að verja sjálfstæði lítillar þjóðar. Þetta er skynsamleg tillaga en það þarf einfaldlega að ganga mun lengra. Taka þarf fram með skýrum hætti í auðlindaákvæði að óheimilt verði með öllu að framselja fullveldi eða ríkisvald yfir auðlindum Íslands, til erlendra aðila, hverju nafni sem nefnist. Allir stjórnmálaflokkar hafa talað með þeim hætti að ekki komi til greina að í samningum við ESB láti Ísland af hendi yfirráð yfir sjávarauðlindinni. Alþingismenn eiga því að geta sameinast um að setja í nýja stjórnarskrá ákvæði sem tekur af öll tvímæli í þessu sambandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 197
  • Sl. sólarhring: 479
  • Sl. viku: 2677
  • Frá upphafi: 1164884

Annað

  • Innlit í dag: 169
  • Innlit sl. viku: 2298
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband