Leita í fréttum mbl.is

Svíar streitast á móti miðstýringartilburðum Merkel

reinfeldtochmerkelFredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar sættir sig ekki við nýjar tillögur Angelu Merkel Þýskalandskanslara um sérstakan samkeppnissáttmála og aukið valdaframsal til Brussel.

Merkel lagði fram tillögu um þessi atriði á ráðstefnunni í Davos í Sviss í síðustu viku, eftir því sem sænski vefmiðillinn Europaportalen skýrir frá.

Það er komið nóg af því að Brussel sé að segja okkur hvað við eigum að gera, segir Reinfeldt við fjölmiðla af þessu tilefni.

Tillögur Merkel gerðu ráð fyir að Brussel gæti fyrirskipað aðildarlöndum að breyta fyrirkomulagi launamála, rannsókna, samgöngu- og samskiptamála og opinberri stjórnsýslu.

Við látum ekki segja okkur fyrir verkum í þessum efnum, segir Reinfeldt.

En það er greinilegt að miðstýringartilhneigingin heldur áfram í ESB og að Brussel reynir að soga til sín meiri og meiri völd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 1743
  • Frá upphafi: 1176916

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1581
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband