Leita í fréttum mbl.is

Sumir sleppa sér algjörlega í gleði yfir Icesave-úrskurði

sigrifagnadÚrskurðurinn í Icesave-málinu er ein stærsta og jákvæðasta efnahagsfréttin sem heyrst hefur á Íslandi frá því fyrir bankahrunið haustið 2008.

Þessi úrskurður eykur líkur á bættu lánshæfismati íslenska ríkisins og lægri vaxtakostnaði, eykur líkur á styrkari hagvexti og hraðari losun gjaldeyrishafta.

Úrskurðurinn merkir að skuldaklafi okkar verður minni og framtíðin bjartari fyrir þau sem erfa landið.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að allir ættu að fagna þessari niðurstöðu.

Það er rétt að taka undir með henni og sjálfsagt að fyrirgefa henni þótt hún hafi misst sig aðeins og tekið talsvert gleðihopp að fjölmiðlum viðstöddum.

Við getum líka fyrirgefið Jóhannesi Þór Skúlasyni fyrir að hafa hoppað af gleði á fréttastofu Útvarps svo innanstokksmunir færðust úr stað.

En er ástæða til þess að fyrirgefa þeim sem framast og fimlegast gengu fram í því að hengja skuldasnöruna um háls Íslendinga, aðallega til að þjóna þeim löngunum sínum að keyra Ísland inn í Evrópusambandið?


mbl.is Moody's segir dóminn jákvæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 334
  • Sl. sólarhring: 344
  • Sl. viku: 1807
  • Frá upphafi: 1159963

Annað

  • Innlit í dag: 312
  • Innlit sl. viku: 1615
  • Gestir í dag: 300
  • IP-tölur í dag: 298

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband