Leita í fréttum mbl.is

Formaður Samfylkingar virðist vilja herða gjaldeyrishöftin

arnipallÁrni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar virðist vilja herða gjaldeyrishöftin enn frekar en orðið eða setja hér á stífari gjaldeyrisreglur en þegar eru í gildi. Öðruvísi er vart hægt að skilja orð hans í þættinum Á Sprengisandi í morgun um að stjórnmálamenn eigi að ná samstöðu um stöðugt gengi.

Stjórnmálamenn hafa ekki ákveðið gengi gjaldmiðilsins í áratugi. Það er ákveðið á markaði.

Ef Árni Páll á við það að setja Ísland inn í fordyri evrunnar (ERM), þá er ekkert slíkt inni í myndinni næsta áratuginn. Slíkt myndi heldur ekki tryggja algjöran stöðugleika.

Árni Páll lætur hins vegar eins og það sé ákvörðun stjórnmálamanna að fella gengi krónunnar. Út frá því er skiljanlegur sá misskilningur Árna Páls að stjórnmálamenn geti fest gengið. Eina leiðin til að gera það er að taka markaðsöflin úr sambandi og koma á stífari gjaldeyrishöftum en þegar eru til staðar.

Þess vegna er Árni Páll mikill haftamaður. Að minnsta kosti til skamms tíma.

Það er eðli gjaldmiðla að sveiflast í verði, hvort sem þeir heita evra, króna, dollar eða eitthvað annað. Og það eru undirliggjandi efnahagsaðstæður í löndunum sem ráða langtímagengi gjaldmiðlanna.

Það má svo minna Árna Pál og fleiri ESB-sinna á það að herkostnaðurinn af evrunni (Árna er tíðrætt um herkostnað af krónunni) er sá að atvinnuleysi er orðið að þjóðarböli í mörgum evrulöndum. Atvinnuleysið hjá ungu fólki á Spáni og víðar er um 50%.

Er nema von að Sigurjón Sprengisandsstjóri hafi orðið dálítið langleitur við yfirlýsingar Árna Páls, en Sigurjón spurði:

Ætlast þú til þess að ég trúi því að allt yrði komið hér í góðan farveg með evru?

Þá varð Árni hljóður um stund ...

Síðan hélt hann áfram og gerðist nú óviss og ónákvæmur og fór eitthvað að tala um stöðuga rýrnun kjara hér á land síðustu áratugi!

Væri nú ekki ráð fyrir Samfylkinguna að kenna Árna Páli að lesa tölur Hagstofunnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 162
  • Sl. sólarhring: 411
  • Sl. viku: 1635
  • Frá upphafi: 1159791

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 1457
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband