Leita í fréttum mbl.is

Undanrenna Samfylkingar

Guðmundur SteingrímssonFramboðsflokkurinn Björt framtíð er ekki annað en útþynnt Samfylking. Björt framtíð nær eyrum kjósenda með því einu að lofa sólskini og sælu eftir kosningar. Þau þykjast koma fram sem óspjölluð væru af stjórnmálum fortíðarinnar. Svo er þó alls ekki.

Helstu forystumenn hinna Björtu hafa setið á Alþingi og tekið afstöðu til mála. Það er því ekki trúverðugt þegar þau stíga fram sem boðberar breytinga í stjórnmálum. Eitt af því sem þau segjast vilja breyta er umræðuhefðin á Alþingi. Þar er gagnrýni þeirra á svokallað málþóf ofarlega á blaði. Foringjar hinna Björtu, þeir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall, gangrýndu einmitt stjórnarandstöðuna á sínum tíma fyrir að vera að tefja hið mikla framfaramál þegar alþingismenn vildu ekki samþykkja Icesave-samninga Svavar Gestssonar.

Í ljósi niðurstöðu EFTA-dómstólsins nú á dögunum, dettur engum skynsömum manni í hug að gagnrýna andstöðu þeirra þingmanna sem ekki vildu stökkva á þann ólánsvagn sem hefði leitt til hörmungarástands.

Stundum þurfa þingmenn að standa í lappirnar þegar þjóðarhagsmunir eru að veði. Það gerðu þeir ekki þessir kappar, Guðmundur og Róbert, enda er þessi undanrenna Samfylkingarinnar að laumast með inngöngu í ESB í þokukenndri stefnuskrá og vilja afsala þar með dýrmætum fullveldisrétti smáþjóðar til að ráða sínum málum á ögurstundu.

Framtíð Bjartrar framtíðar er ekki björt framtíð fyrir Ísland. Aldrei hefur íslensku þjóðinni verið jafn ljóst og nú, að við þurfum stjórnmálamenn sem hafa burði til að standa í lappirnar þegar á reynir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Enda er fylgisaukning "BJARTRAR FRAMTÍÐAR" alveg í takti við fylgishrun LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR......................

Jóhann Elíasson, 3.2.2013 kl. 15:38

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svo segja menn að Jóhanna Sig. sé vitleysingur. Nei hún hefur alltaf verið sleip þegar kemur að póltík.

Það er auðséð að hún og Guðmundur Steeingrímsson unnu að þessum flokki (BF) í sameiningu og var búinn til fyrir að taka við fylgisleka (SF) og þetta hefur tekist mjög vel.

Jóhanna Sig. sagði í síðustu Kryddsíld, það er enginn munur á (SF) og (BF) og lét ánægju sína skína og Guðmundur Steingrímsson bar ekki á móti því.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.2.2013 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 46
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2009
  • Frá upphafi: 1176863

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 1829
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband