Leita í fréttum mbl.is

Umræðufundur um framtíð aðildarumsóknar

hagsmunatengslHeimssýn boðar til umræðufundar um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB. Eins og segir í tilkynningu frá samtökunum:

Á morgun hinn 5. febrúar klukkan 12:00 í Norræna húsinu, mun Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, standa fyrir opnum fundi um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB. Framtíð aðildarumsóknarinnar mun fyrst og fremst vera ráðin af afstöðu flokkanna til málsins og árangur þeirra í kosningunum í vor.

Þá hefur Heimssýn ákveðið að gefa kjósendum tækifæri til þess að kynna sér afstöðu flokkanna til málsins og heldur því opinn fund um málið. Í fyrri hluta fundarins fær hver frummælandi að kynna afstöðu sína og síns flokks, en í seinni hluta verður fundargestum gefið færi á að koma með spurningar úr sal.

Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar, setur fundinn, en fundarstjóri verður Páll Magnússon útvarpsstjóri.

Frummælendur verða:

Árni Páll Árnason – formaður Samfylkingarinnar

Árni Þór Sigurðsson – þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs

Bjarni Benediktsson – formaður Sjálfstæðisflokksins

Guðmundur Steingrímsson – formaður Bjartrar framtíðar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – formaður Framsóknarflokksins


Heimssýn hvetur fólk til þess að mæta og vonast eftir opinskárri og málefnalegri umræðu.

Facebook síða viðburðsins má finna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 288
  • Sl. sólarhring: 321
  • Sl. viku: 2768
  • Frá upphafi: 1164975

Annað

  • Innlit í dag: 250
  • Innlit sl. viku: 2379
  • Gestir í dag: 228
  • IP-tölur í dag: 227

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband