Leita í fréttum mbl.is

ESB eyðir 400 milljónum króna í að njósna um skoðanir fólks á netinu

internetspyBreska blaðið Daily Telegraph upplýsir hér að ESB hyggist verja sem svarar fjögur hundruð milljónum króna í að fylgjast sérstaklega með þeim sem hafa efasamdir um Evrópusambandið. Jafnframt kemur fram að hugmyndin sé sú að embættismenn ESB hyggist bregðast við slíkri umræðu efasemdarmanna.

Fram hefur komið að ESB ætlaði að verja ríflega 200 milljónum króna til að hafa áhrif á umræðuna hér á landi, m.a. í gegnum svokallaða Evrópustofu.

Frétt á mbl.is um þetta er svohljóðandi:

Evrópuþingið hyggst verja sem nemur um tveimur milljónum punda í eftirlit með fjölmiðlum og umræðum á netinu þar sem efasemdir um Evrópusambandið eru viðraðar vegna áhyggja af því að andúð í garð sambandsins fari vaxandi. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Blaðið byggir frétt sína á trúnaðargögnum sem það segist hafa undir höndum þar sem fram komi tillögur um fjármögnum og aðra skipulagningu á mikilli áróðursherferð í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins sem fram fara í júní 2014. Fram kemur að lykilatriði í herferðinni samkvæmt gögnunum séu aðgerðir til þess að fylgjast með afstöðu almennings og að „greina á fyrstu stigum hvort pólitísk umræða á meðal þátttakenda á samfélagsmiðlum eða bloggsíðum sé líkleg til þess að vekja athygli fjölmiðla eða almennings.“

Ennfremur segir í gögnunum, sem voru samþykkt á síðasta ári samkvæmt fréttinni, að beina þurfi sérstakri athygli að þeim ríkjum þar sem efasemdir um Evrópusambandið hafi farið vaxandi. Þá segir að embættismenn Evrópuþingsins þurfi að geta fylgst með slíkum samskiptum á milli almennings á netinu sem og utan þess með skipulögðum hætti og tekið þátt í þeim og haft áhrif á þau með því að leggja fram staðreyndir og bregðast þannig við goðsögnum um Evrópusambandið. Þjálfun starfsmanna þingsins í þeim efnum hefst síðar í þessum mánuði.

Frétt Daily Telegraph


mbl.is Vill taka á gagnrýni á ESB á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Njósnir og sjálfsréttlætingaráróður hafa fylgt öllum stórveldum allt frá 19. öld eða fyrr. Einungis bjartsýnisglópar gera ráð fyrir, að það verði eitthvað annað hjá Evrópusambandinu, samansafni gamalla stórvelda, sem ráða munu þar mestöllu frá 1.11. 2014 (til dæmis munu 10 aflóga nýlenduveldi ráða þar 73,34% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins frá sama tíma, en 17 ríki þaðan af minna).

Svívirðilegt er, að núverandi ríkisstjórn lætur það óátalið, að þetta risaveldi ausi hingað inn 230 milljónum króna í áróðursstofu, fyrir utan alla mútustyrkina og fríu ferðirnar til að freista þess að kaupa sannfæringu manna. Meðal styrkþeganna er sjálfur formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Árni Þór Sigurðsson, sem fekk 10 millj. kr. dvalarstyrk í Brussel, einnig Eiríkur Bergmann Einarsson (nýtur launa hjá Evrópufræðastofnun í Bifröst, sem er á stórum styrk frá stofnun sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fjármagnar) og ESB-styrkþeginn Baldur Þórhallsson, varaþingmaður Samfylkingar, og er þó oft kallað í þessa tvo sem hlutlæga fræðimenn!

Það væri svo sem eftir þessari ríkisstjórnarnefnu að bjóða njósnara EBS líka velkomna til að athafna sig hér og beita sér gegn fullveldissinnuðum Íslendingum.

Jón Valur Jensson, 4.2.2013 kl. 18:19

2 identicon

Þeir eru að safna saman opinberum upplýsingum. Hvernig eru það njósnir? Það er stórt stök milli áróðurs og njósna.

Einar (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 21:25

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stríð ó já ég er til gegn þessu ESB hrunaveldi!

Sigurður Haraldsson, 4.2.2013 kl. 22:37

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

George Orwell snýst þrjú þúsund snúninga á mínútu í gröfinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2013 kl. 22:49

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það eru að koma kosningar og þá mun fólk segja huga sinn í þessu máli...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.2.2013 kl. 08:47

6 identicon

Ég býð ennþá eftir viðbrögðum við athugasemdinni minni hér að ofan. Þið farið með rangt mál. Þetta er PR starfsemi þar sem á að flygjast með umfjöllun um evrópusambandið á netinu og bregðast við röngum upplýsingum. Þetta er algeng starfsemi unninn af stjórnmálaflokkum og fyrirtækjum um allan heim og á uppruna sinn frá Bandaríkjunum. Þetta er markaðsáttak. Það má gagngrína en farið þá með rétt mál!

Einar (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 180
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 2660
  • Frá upphafi: 1164867

Annað

  • Innlit í dag: 153
  • Innlit sl. viku: 2282
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband