Miðvikudagur, 6. febrúar 2013
Fulltrúi ESB hindraði Bjarna Ben í að ljúka máli sínu
Sá fáheyrði atburður átti sér stað á opnum fundi Heimssýnar í Norræna húsinu í gær að launaður starfsmaður ESB þreif með frammíköllum lokaorðin af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.
Þetta átti sér stað í lok fundarins, en við frammíköllin komst ókyrrð á fundarsalinn og sleit fundarstjóri þá fundi. Fyrir vikið gat Bjarni Benediktsson ekki flutt sín lokaorð og svarað þeim spurningum sem til hans hafði verið beint.
Það er út af fyrir sig ekkert athugavert við það að fulltrúar erlendra ríkja mæti hér á opna fundi og fylgist með því sem hér er að gerast. Hins vegar verður að krefjast þess af þeim að þeir sýni frummælendum og fundarmönnum tilhlýðilega virðingu og hleypi ekki upp fundum, jafnvel þótt langt sé liðið á fundartímann.
Í þessu sambandi skiptir ekki máli að umræddur launaður starfsmaður ESB er Íslendingur. Um er að ræða almannatengil Evrópustofu hér á landi, Árna Þórð Jónsson, en sem vitað er ákvað Evrópusambandið að veita ríflega 200 milljónum króna til þeirrar starfsemi. Sem almannatengill og starfsmaður erlendra aðila hér á landi er lágmark að menn virði ákveðnar siðareglur og komi ekki í veg fyrir að aðrir fái að tjá sig.
Nýjustu færslur
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 236
- Sl. sólarhring: 320
- Sl. viku: 1999
- Frá upphafi: 1186606
Annað
- Innlit í dag: 205
- Innlit sl. viku: 1750
- Gestir í dag: 192
- IP-tölur í dag: 189
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var nú ýmislegt fleira mjög athugavert við freklega framgöngu Páls Magnússonar fundarstjóra þessa fundar og forstjóra RÚV.
Sjálfur var ég á þessum fundi og sat þar á fremsta bekk. Skömmu eftir að Árni Páll Árnason einn frummælenda hóf mál sitt þá blöskruðu mér svo lygarnar að ég stóð upp hljóðalaust og sýndi fundarmönnum á lítið heimagert pappaskilti sem ég hélt á, þar sem ég mótmælti orðum og skoðunum Árna Páls.
Yfir þessu varð fundarstjóri alveg ævur og truflaði sjálfur með því fundinn, þó svo að þetta væru algerlega friðsöm og hljóðalaus mótmæli hjá mér, sem sjálf ein og sér, trufluðu fundinn ekki neitt.
Til að halda friðinn þá settist því í sætið mitt á ný og huldi litla skiltið í kjöltu minni.
Þegar svo Árni Þór Sigurðsson frummælandi VG byrjaði líka með ESB lygarnar þá gat ég ekki annað en að sýna aðeins á litla pappaskiltið mitt úr kjöltu minni þaðan sem ég sat. Skipti þá engum togum að fundarstjóri byrjaði aftur á að trufla fundinn með reiðilestri yfir mér og hótunum um að láta henda mér út úr húsinu með valdi. Til þess að forðast alla valdbeitingu af hálfu þessa valdsmannlega reiða manns þá lét mig hafa það bæði hissa og sár að stinga litla heimagerða pappaskiltinu mundir mig.
En fundarstjórinn sem líka er forstjóri RÚV gerir sér auðvitað enga grein fyrir því að með þessum hótunum sínum þá traðkaði hann freklega á ýmsum helgum persónuréttindum mínum, s.s. fundafrelsi mínu og friðsamlegu tjáninga- og skoðanafrelsi mínu.
Gunnlaugur I., 6.2.2013 kl. 10:39
Hvernig dettur Heimssýnarmönnum í hug að hafa rammhlutdrægan evrókrata eins og Pál Magnússon sem fundarstjóra á opnum fundi sínum?!
Telja þeir sig ekkert vita um það, af hverju evrókratinn Þorgerður Katrín skipaði hann útvarpsstjóra?
Svo tek ég undir með pistlinum hér - það er óviðunandi að útsendari Evrópusambandsins sé að trufla og stytta hér fund um þetta áhyggjumál okkar Íslendinga, eins og frk. Þórarinsdóttir gerði.
Jón Valur Jensson, 6.2.2013 kl. 11:11
Afar vel gert hjá Gunnlaugi að búa sig svo vel undir það að blöskra meintar lygar frummælenda að hann útbjó spjald og skreytti borða í litum frelsis, bræðralags og jafnréttis áður en hann hélt til fundar.
En ánægjulegt fyrir Gunnlaug að honum skyldi þó í raun og veru blöskra eitthvað á fundinum þannig að hann fengi í alvöru tilefni til að nota þetta snyrtilega útbúna spjald.
Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 15:11
Hvað fær Heimssýn margar milljónir frá Alþingi, sem fær þær frá ESB, til "efla umræðu" um ESB?
Skeggi Skaftason, 6.2.2013 kl. 15:48
Svo hefnist mönnum fyrir snobbið að þurfa endilega að fá wild card utan úr bæ til að stýra fundinum. Virðingin kemur innan frá drengir mínir.
Páll Magnússon er drengur góður en hverjum datt í hug að vera að flækja honum í þetta ?
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 17:35
Það er leiðinlegt þegar menn geta ekki sýnt gestum funda þá lágmarks virðingu sem felst í kurteisi.
Ég vil taka það fram að ég tel Íslandi betur borgið utan ESB, en lasta allan fundarterrorisma. Það er sama hver á í hlut.
Ég sótti þennan fund, enda áhugavert að geta hlustað á skoðanir formanna stjórnmálaflokka óhindrað. Þá get ég í framtíðinni vísað í orð stjórnmálamanna, bæði í ræðu og riti.
Skiltabröltið hans Gunnlaugs fór jafnmikið í taugarnar á mér og frammíköll Árna Þ. Jónssonar. Takið þetta til ykkar sem það eiga og vinsamlegast virðið leikreglur funda í framtíðinni.
Guðrún (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 18:50
Subbulegt er af þér, Gervi-Skeggi Plat-Brahms, að halda því fram, að Alþingi hafi fengið styrkféð, sem það hefur veitt samtökum, frá Evrópusambandinu. Þetta eru styrkir sem koma af fjárlögum íslenzka ríkisins -- og því miður jafnháir til þeirra, sem standa að tilræði við íslenzkt fullveldi í þjónustu þeirra við erlent stórveldi, eins og til fullveldissinnaðra samtaka.
Svo dælir Evrópusambandið inn 230 milljónum til sinnar "Evrópustofu" (= Evrópusambands-áróðursskrifstofu), og þetta finnst mönnum eins og þér greinilega bara allt í lagi !!!
Ætli Jóni forseta Sigurðssyni hefði verið jafnsýnt um það og þér, að Danir hefðu með áróðri reynt að véla okkur til að fá bara einn af hverjum 25 fulltrúum á danska þjóðarþingið, til að "fá að taka þátt" í löggjöf Dana, þótt það hefði hins vegar gefið Dönum 24/25 atkvæðavægi í allri löggjöf um Ísland og Íslendinga? NEI, slíku mótmælti hann vitaskuld og skrifaði gegn því (sjá HÉR). En ESB-innlimunarsinnunum finnst hins vegar allt í lagi, að við "fáum" 0,06% atkvæðavægi í löggjafarákvörðunum ráðherraráðs ESB, m.a. um sjávarútvegsmál okkar, þar með séum við "hlutgengir" og "þátttakendur í Evrópusamstarfinu", þótt þetta fæli í sér, að þar með væri verið að gefa hinum ESB-ríkjunum 99,94% áhrifavægi á alla æðstu, ráðandi löggjöf fyrir Ísland !!!
PS. Ertu nokkuð kominn niðrúr gólfinu núna, lagsi?
Jón Valur Jensson, 6.2.2013 kl. 19:50
Bretar hræddir um auðæfi sín ESB vill að landgrunnur Bretlands sé þeirra.
Erum við ekki að bíða efti rloforði frá ESB með að fla að hald aokkar auðæfum. Sjá viðhengi á grei í blöggi mínu http://skolli.blog.is/blog/skolli/
Valdimar Samúelsson, 6.2.2013 kl. 21:14
Gunnlaugur I., Svo eyðirðu tímanum í að reyna afsaka hegðun þína í stað þess að skýra fyrir okkur hver þessar lygar voru. Þú gerir ekkert annað en að saka menn um ókurteysi þegar þeim blöskrar þessi ómálefnalega og barnalega hegðun þína. Þú traðkar á málfrelsi manna sem þarna halda ræður og rétt hinan til að hlusta en sakar svo menn um að brjóta á rétti þínum. Það er hræsni.
Einar (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 22:26
Að gefnu tilefni þá vil ég taka fram að þessi táknrænu og friðsömu einstaklings mótmæli mín með því að sýna á pappa skiltið mitt í stuttan tíma á umræddum fundi eru algerlega mitt einstaklingsframtak og þ.a.l. á mína persónulegu ábyrgð og hafa því ekkert með það að gera að ég tók sæti í stjórn Heimssýnar á s.l. aðalfundi félagsins. Eru því félaginu og stjórn þess með öllu óviðkomandi.
Það var alls ekki meiningin að raska eitthvað fundinum eða að trufla eitthvað frummælendur, sem að það faktíst gerði reyndar alls ekki. Eina smá röskunin sem varð á fundinum varð vegna heiftarlegra viðbragða fundarstjóra og vanstillingar hans sem virrtist vera alveg fyrirmunað að geta tekið á þessu af einhverju meðalhófi, stillingu eða festu.
Eins og það að hóta mér ofbeldi þar sem að ég sat graf kjurr í sæti mínu með þetta litla pappaskilti í fanginu.
Ég hef í dag fengið fullt af símtölum og bæði hól og last fyrir af mínum samherjum.
Að vel athuguð máli og eftir á að hyggja þá viðurkenni ég fúslega að þetta voru mistök, mín persónulegu mistök, gerð í hita leiksins.
Þess vegna get ég alveg kinnroðalaust beðið alla aðila bæði samherja og mótaðila okkar, sem telja sér misboðið á einhvern hátt, innilega afsökunar á þessu skyndilega frumhlaupi og uppátæki mínu.
Með vinsemd - Gunnlaugur Ingvarsson
Gunnlaugur I., 6.2.2013 kl. 23:04
Íslenskir stjórnmálamenn kunna ekki að axla ábyrgð og segja ekki af sér þótt þeir séu gripnir með allt niður um sig.
Evrópusambandsmálið er þannig vaxið að sá stjórnmálamaður sem stendur á bak við það ætti að skammast sín. Því held ég að menn ættu að sleppa þessum vandlætingum við Gunnlaug. Ég hefði sjálfur ekki notað þessa aðferð en ég virði ástæður Gunnlaugs.
Það sem stóð á skiltinu hjá honum er bara alveg rétt, það verður ekkert horft fram hjá því.
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 03:38
Gunnlaugur, þú ert þó maður til að biðjast afsökunar en ég set samt spurningamerki við það að hefja mál þitt á því að þú hafir ekki raskað fundinn með þessu athæfi og að aftengingu við Heimsýn. Athæfi þitt setti ákveðna mynd og tón á fundinn. Það eru órjúfanleg tengsl milli athæfa þinna á fundum og samkomum Heimsýnar og veru þinni í stjórn þess.
Og hvað hótanir um ofbeldi varðar, hvernig ertu að saka um að hafa hótað þér og hvað var orðrétt sagt?
Einar (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 10:17
Gunnlaugur þarf ekki að skammast sín fyrir neitt, heldur þessi útsendari Evrópusambandsins, sem var víst Árni Þórður Jónsson, ekki "frk. Þórarinsdóttir", þótt mér hefði skilizt svo upphaflega hér, vegna tengils sem gefinn var inn á vef hinnar rangnefndu "Evrópustofu".
Eins var ekki að vænta neins hlutleysis hjá útvarpsstjóranum, ekki frekar en t.d. í frásögnum Rúv af frarmboðsmálum forystumanna Sjálfstæðisflokks (BB fekk á 3. þús. atkvæði meðal sinna flokksmanna í prófkjörinu í SV-kjördæmi) og VG (Steingrímur náði ekki einu sinni tvö hundruð atkvæðum meðal VG-manna í NA-kjördæmi, jafnvel þótt hans atkv. væri talið með), en Rúv taldi þetta í mörgum "fréttum" mikið "áfall" fyrir BB, en þegir um æpandi fylgisleysi Steingríms Joð., sem og Lilju Rafneyjar, sem fekk 56 atkv. í efsta sætið í sínu kjördæmi! Sjá um þetta í Staksteinum Mbl. í dag.
Jón Valur Jensson, 7.2.2013 kl. 11:15
@ Einar - Friðsamleg mótmæli geta haft einhver áhrif. Það er beinlínis markmið allra mótmæla að það sé á einhvern hátt tekið eftir þeim. Það mótmælir enginn í felum. En mér virðist margir vera á því að það eigi hreinlega að banna öll mótmæli, alls staðar, sérstaklega ef að þau eru ekki fyrirfram leyfð eða ekki alveg eftir bókinni og kannski eitthvað óhefðhefðbundinn ?
Ég gerði akkúrat ekkert ólöglegt annað en vera mótmæalandi.
Það getur samt hafa verið taktískt rangt hjá mér að gera það sem að ég gerði, þess vegna biðst ég afsökunar án þess þó að ég játi þar með á mig einhverjar sakir.
Varðandi hevernig mér var hótað. Þá réðst fundarstjóri á mig með reiðilestri og sagði m.a. "engan hatursáróður hér" og að ég skildi út úr salnum með þetta skilti ef ég léti sjá í það.
Ég var ekki fyrir einum né neinum þar sem ég sat hljóður með litla pappaskiltið mitt í fanginu.
Gunnlaugur I., 7.2.2013 kl. 11:21
@Gunnlaugur I. - Þarna kemur þú með rökvillu og útúrsnúninga.
Ég sagði aldrei að það sem þú sagðir væri ólögleg, ég sagði ekkert um að banna mótmæli. Þú mættir fyrirfram með skilti sem staðhæfði eitthvað áður en menn höfðu hafið mál á fundinum. Þínum mótmælum fylgdu enginn rök. Það sem þú gerðir var heldur ekki óhefbundið á nein hátt.
Hvað ertu að afsaka þig ef þú gerðir ekkert rangt? Ég tel þessa afsökunarbeiðni þína vera útúrsnúning og innistæðulausan miðað við orðin þín sem fylgja þeim.
Fundastjórinn hótaði þér ekki, ef þetta voru orð hans, það er alveg fáránlegt að halda því fram. Fundastjóri ber ábyrgð á aga á meðan fundahaldi stendur og hafði fullt leyfi til að vísa þér út. Hann gaf þér líka kost á því að setjast niður og leggja skiltið frá þér en þú hlustaðir ekki! Þú sýndir þínum eigin hópi, sem þú situr í stjórn í, vanvirðingu með að virða ekki fundastjóran sem þeir réðu til að stjórna eigin fundi.
Ég spyr þig því hér og nú að skýra fyrir okkur hver þessi lygi þeirra var svo að mótmælum þínum fylgi einhver rök!
Einar (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 11:57
*"Ég sagði aldrei að það sem þú sagðir væri ólögleg" á að vera "Ég sagði aldrei að það sem þú gerðir væri ólögleg
Einar (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 11:59
@ Einar - Ég ætla ekki að munnhöggvast frekar við þig, við metum þett greinilega ekki eins, en ég virði sjónarmið þín þó ég sé þeim ekki sammála og læt þetta því verða mín lokaorð um þetta mál hér.
En það er erfitt að vera með einhver mikil rök á litlu pappaskilti, eins og gefur að skilja. Mótmælaskilti eru eru nær aldrei rökfærð mótmæli. Aðeins táknræn og með upphrópunum eða slagorðum.
Þarna sagði því auðvitað aðeins það sem mér fannst um málflutning þeirra Árna Páls og Árna Þórs, án rökstuðnings.
Ég sýndi ekki á skiltið frá byrjun, heldur þegar að þessir menn byrjuðu lygar sínar, að mínu mati. Sem ég átti auðvitað von á miðað við fyrri málflutning þeirra.
Ég hlýddi strax tilmælum fundarstjóra með því að setjast aftur í sæti mitt.
Fundarstjórar hafa samt ekki alræðisvöld á opnum og opinberum fundum, jafnvel þó svo að þeir séu forstjórar hjá RÚV og hrokinn eftir því.
Mér fannst þess vegna að hann hefði ekkert vald né leyfi til þess að ráðast að mér með óbótum og skömmum og hótunum um að láta henda mér út fyrir það eitt að ég sýndi aftur á litla pappaspjaldið mitt úr kjöltu minni sitjandi í sæti mínu.
Ég beigði mig samt undan hótunum hans og setti pappaspjaldið mitt undir mig.
Gunnlaugur I., 7.2.2013 kl. 12:49
Nazistar tíðkuðu það á Weimarlýðveldisárunum að hleypa upp fundum andstæðinga sinna með óspektum. Vert er að hafa í huga, að slíkt er bannað með lögum hér á landi og þar með beinlínis glæpur að gera það, enda viðurlög eftir því.*
En Gunnlaugur Ingvarsson hefur engan slíkan glæp framið og því rangt að áfellast hann hér fyrir hljóðlaus, táknræn mótmæli hans. Enginn hefur heldur bent á, að gjörð hans hafi brotið gegn einhverjum félagslögum Heimssýnar. Þar að auki var hann ekki að ógna né raska fundi félagsins, enda sjálfur stjórnarmaður þar. Aðalraskið og truflunin í þessu sambandi virðist hafa verið, hve uppnæmur evrókratinn P.M. varð yfir tiltækinu.
* 122. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940:
Hver, sem hindrar það, að löglegur mannfundur sé haldinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, eða fangelsi allt að 2 árum, ef miklar sakir eru, einkum ef ofríki eða ógnun í framferði hefur verið viðhaft.
Raski nokkur fundarfriði á lögboðnum samkomum um opinber málefni með háreysti eða uppivöðslu, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum.
Sömu refsingu skal sá sæta, sem á sama hátt truflar opinbera guðsþjónustu eða aðrar kirkjuathafnir eða raskar útfararhelgi." (Tekið héðan: http://www.althingi.is/lagas/140b/1940019.html ).
Jón Valur Jensson, 8.2.2013 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.