Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðishalli ríkisstjórnar VG og Samfylkingar

tomasingiUmræða um lýðræðishalla í ESB fer víða vaxandi í aðildarlöndunum. Gagnrýni og efasemdir Breta og fleiri bera vott um þetta.

Hins vegar fer minna fyrir umræðunni um þann lýðræðishalla sem er í boði ríkisstjórnarinnar vegna aðildarumsóknarinnar.

Eins og komið hefur fram felur umsóknarferlið það í sér að Íslendingar eiga að uppfylla öll helstu skilyrði Evrópusambandsins um aðild. Stjórnkerfið er virkjað í því að koma Íslandi að því leyti inn fyrir múra ESB.

Þjóðin hefur aldrei verið spurð að þessu. Tómas Ingi Olrich hefur verið óþreytandi í að benda á atriði af þessu tagi, sbr. greinina sem hann birtir í Morgunblaðinu í dag og mbl.is vitnar hér í.

Vinstri græn snúa svo lýðræðinu á hvolf með því að vinna að því hörðum höndum að koma Íslandi inn í ESB með aðlögunarferlinu þótt þau séu á móti aðild. Karli Marx hefði líklega þótt þetta undarleg díalektík.

Mbl.is segir svo frá:

„Er það í anda lýðræðisins að sækja um aðild að Evrópusambandinu, án þess að ganga úr skugga um að þjóðin styðji þá umsókn?“ spyr Tómas Ingi Olrich, fv. alþm., í grein í Morgunblaðinu í dag.

Er það ásættanlegt frá sjónarmiði lýðræðisins, ef annar þeirra stjórnmálaflokka, sem standa að umsókn Íslands, er yfirlýstur andstæðingur aðildar? Í grein sinni segir Tómas Ingi m.a.: „Ef svarið við þessum tveimur spurningum er já er ríkisstjórn Íslands á réttri braut í viðræðum sínum við ESB. Ef svarið er nei er þjóðin komin út af braut lýðræðisins undir forystu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem umsóknarferlið styðja. Ákvörðunin um aðildarumsókn er eitt stærsta skref, sem tekið hefur verið í íslenskum stjórnmálum frá stofnun lýðveldisins 1944. Óraunhæft er að reikna með því að þessi blekkingarleikur hafi engin eftirmál. Hann mun hafa það gagnvart Evrópusambandinu, en ekki síst gagnvart íslensku þjóðinni.“

Lokaorð þingmannsins fyrrverandi: „Mjög sterk tengsl eru milli þess sem er að gerast í þjóðríkjunum, sem standa að ESB, og þróunar lýðræðishalla sambandsins sjálfs. Það er sama aflið, sem veikir lýðræðið hjá aðildarþjóðum ESB annars vegar og eflir hins vegar valdamiðstöð án lýðræðislegs umboðs í stjórnstöðvum Evrópusambandsins.“


mbl.is Lýðræðishalli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 341
  • Sl. sólarhring: 371
  • Sl. viku: 2104
  • Frá upphafi: 1186711

Annað

  • Innlit í dag: 307
  • Innlit sl. viku: 1852
  • Gestir í dag: 284
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband