Leita í fréttum mbl.is

Tékkar ekki til í evru

styrmirÞetta er áhugaverð ábending hjá Evrópuvaktinni. Tékkar eru mjög fegnir yfir því að vera ekki með evru og þurfa ekki að taka þátt í þeim darraðadans sem evruaðild fylgir.

Með orðum Styrmis Gunnarssonar á Evrópuvaktinni:

Á sama tíma og Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar boðar evrutrú, sem aldrei fyrr og telur að betra sé fyrir íslenzkt launafólk að fá launalækkun í evrum en búa við sveiflur íslenzku krónunnar eru Tékkar allt annarrar skoðunar og búa þó í kjarna Evrópu með söguleg tengsl við helztu evruríkin, svo sem Þýzkaland og Austurríki.

Á heimasíðu forseta Íslands má finna eftirfarandi upplýsingar um samtal Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, við nýjan sendiherra Tékklands, sem kom til að afhenda trúnaðarbréf sitt sl. þriðjudag:

„Þá var fjallað um aðild Tékklands að Evrópusambandinu og þá breiðu samstöðu sem ríkir í landinu milli allra stjórnmálaflokka, stjórnvalda og atvinnulífs um að það þjóni ekki hagsmunum Tékklands að taka upp evru sem gjaldmiðil. Landið mun hafa sína eigin mynt á næstu árum og í nýafstöðnum forsetakosningum kom fram sá almenni vilji að evru-aðild yrði ekki á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi eftir árið 2017.“

Þetta er þeim mun athyglisverðara vegna þess að samkvæmt fréttum blaða í Evrópu voru báðir frambjóðendur í seinni umferð forsetakosninganna í Tékklandi fyrir skömmu miklir stuðningsmenn aukins samstarfs Evrópusambandsríkjanna. sem fráfarandi forseti hefur að hluta til verið gagnrýninn á. En ljóst er af þeim upplýsingum, sem fram koma á heimasíðu forseta, að evruaðild hefur verið mjög til umræðu í kosningabaráttunni vegna forsetakosninganna og þar hafa orðið til þær meginlínur, sem nýr sendiherra Tékklands hefur bersýnilega upplýst forseta Íslands um.

Kannski er tilefni til að Árni Páll takist á hendur ferð til Prag til þess að kynna sér viðhorf Tékka til evrunnar og grafast fyrir um hvers vegna þeir hafa svo mikla fyrirvara á að taka upp evru?

Og þá væri ekki úr vegi að formaður Samfylkingarinnar leggi lykkju á leið sína og komi við í Madrid og ræði þar við verkalýðsleiðtoga á Spáni um stöðu spænskra launþega. Hugsanlega ætti hann líka að fara til Aþenu og kynna sér afleiðingar þess fyrir launafólk í Grikklandi að fá stöðugt færri evrur í launaumslagið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 230
  • Sl. viku: 1797
  • Frá upphafi: 1186404

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1576
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband