Leita í fréttum mbl.is

Hag lands og þjóðar best borgið utan ESB

FrostiÍslandi er best borgið utan Evrópusambandsins, segir í ályktun flokksþings Framsóknarflokksins frá í gær. Ennfremur segir í ályktuninni að ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Frásögn mbl.is m.a. svohljóðandi:

„Það er alveg hreint samkvæmt þessari ályktun að nú verður ekki lengra haldið. Þeim verður hætt og ekki hafnar aftur nema þjóðin vilji halda áfram aðildarferlinu,“ sagði Frosti Sigurjónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, um ályktun flokksins um utanríkismál sem samþykkt var á flokksþinginu í dag.

Þar segir: „Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Einungis 30% þjóðarinnar sem vilja í ESB

„Nú eru bara 30% þjóðarinnar sem segjast vilja ganga inn í Evrópusambandið og hugsanlega með skilyrðum. Það er því farsælast að gera hlé þar til almennur vilji er fyrir aðild,“ segir Frosti.


mbl.is Íslandi best borgið utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

ESB segir í könnun sem þeir gerðu sjálfir í Ágúst 2012 að 9% eru sterklega ákveðnir með inngöngu í ESB og samtals 24% eru á þeim nótum. Semsagt 9% þjóðarinnar vill ganga í ESB, Mig undrar þessar kannanir sem gerðar eru af íslendingu. Er þetta einhver pólitískur leikur með fólkið.???

Valdimar Samúelsson, 10.2.2013 kl. 09:18

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Framsókn telur að þjóðinni sé best borgið utan Evrópusambandsins – en veit það ekki. Einfaldlega vegna þess að flokkurinn hefur ekki þær upplýsingar sem til þarf til að geta metið það af fullu viti. Þær upplýsingar liggja aðeins fyrir þegar samningurinn liggur fyrir – ekki fyrr. Vilji Framsóknarmenn hvorki sjá né lesa samninginn þá neyðir þá enginn til þess. En ég ætla að lesa samninginn og og greiða atkvæði um hann í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu - og hvorki Framsókn né nokkur önnur stjórnmálasamtök hafa siðferðilegan rétt á að koma í veg fyrir það.

Atli Hermannsson., 10.2.2013 kl. 12:06

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

"hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins" - hvernig vitið þið það - eru þið með einhverja spákúlu þarna sem við vitum ekkert um?

Rafn Guðmundsson, 10.2.2013 kl. 14:02

4 Smámynd:   Heimssýn

Hvaða siðferðilega rétt hefur ríkisstjórnin til þess að keyra Ísland inn í ESB án þess að þjóðin hafi tekið afstöðu til þess. Aðlögunarviðræðurnar, sem ríkisstjórnin kallar samningaviðræður, fela það í sér að Íslendingar eru látnir aðlaga lög og reglur og uppfylla öll helstu skilyrði aðildar áður en þjóðin hefur tekið afstöðu til þess hvort hún vill þarna inn eða ekki.

Hvaða siðferðilega rétt hefur ríkisstjórnin til þess að gera þetta?

Heimssýn, 10.2.2013 kl. 14:41

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Atli. Hvaða samning ætlar þú að lesa. Eru það kannski væntanlegu undanþágurnar af lagabálk ESB sem eru um 90 þúsund blaðsíður.ha,ha,ha, og segjum að þessar uundanþágur kitli þig það mikið að þú munt kjósa með inngöngu í ESB  hvað þá með hin 89.992 blaðsíður sem eftir eru. Reyndu að útskíra það fyrir mig. Ég er líklegs tornæmur í þessu, Sísus hvað ég vildi að ég gæti skilið hvað þessar örfáu uundanþágur gera. Kannski eru það undanþágur á að þessar 90 þúsund blaðsíður séu ekki lög sem við eigum að gangast undir.

Valdimar Samúelsson, 10.2.2013 kl. 14:46

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

Einfalt svar; Ríkisstjórnin hefur engan siðferðilegan rétt til að keyra okkur eitt né neitt - enda er hún ekki að því. Hún er samkvæmt lögum frá Alþingi að leita samninga við ESB eins og henni ber að gera. Samningurinn verður síðan lagður fyrir okkur til samþykktar eða synjunar - eins og lög kveða á um.

Ríkisstjórninni ber að fara eftir núverandi lögun - en ekki hvað Heimssýn kanna að finnast best í söðunni eða hvað skoðannakannanir kunna að segja á hverjum tíma.

Atli Hermannsson., 10.2.2013 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 96
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 1859
  • Frá upphafi: 1186466

Annað

  • Innlit í dag: 82
  • Innlit sl. viku: 1627
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband