Leita í fréttum mbl.is

Varað við áróðri ESB og Evrópustofu hér á landi

SigmundurEvrópustofa segist kynna hlutlausar upplýsingar um ESB hér á landi. Það er vafasöm fullyrðing.

Stofan hefur úr meira en 200 milljónum króna að moða til þess að tryggja að upplýsingamiðlun verði með þeim hætti að auknar líkur séu á því að Íslendingar samþykki að gerast aðilar að ESB.

Launaður starfsmaður Evrópustofu gekk svo langt að vera með upphlaup á fundi Heimssýnar nýlega með forystumönnum stjórnmálaflokka. Með því kom hann í veg fyrir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins gæti svarað spurningum fundargesta og lokið máli sínu.

Það er mjög alvarlegt mál ef Evrópustofa notar milljónirnar sínar til að þagga niður í formanni stjórnmálafloks. Umræða um þessi mál verður að vera málefnaleg þar sem frummælendur eiga að hafa svigrúm til að ljúka sínu máli og skýra sjónarmið sín án óeðlilegrar truflunar fundarmanna.

Framsóknarflokkurinn ályktaði um helgina að lýðræðinu sé hætta búin ef erlendir aðilar megi dæla ótakmörkuðum fjárhæðum hingað til lands til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi. Þeir vilja því setja reglur um þessa hluti.

Heimssýn hefur úr litlum fjármunum að moða. Starfið byggir að verulegu leyti á sjálfboðavinnu. Það er málstaðurinn og hugsjónin sem rekur okkur áfram. Þessi bloggfærsla er t.d. skrifuð kauplaust Smile

mbl.is greinir svo frá ályktun frá flokksþingi Framsóknarmanna:

„Framsóknarflokkurinn telur fulla ástæðu til að setja án tafar lög sem fyrirbyggja að erlend stjórnvöld eða erlendir aðilar geti stundað eða fjármagnað póltískan áróður hér á landi. Það má vera ljóst að ef íslenskir stjórnmálaflokkar búa við takmörkuð fjárráð en erlendir aðilar mega dæla hingað ótakmörkuðum fjárhæðum til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi, þá er lýðræði í landinu hætta búin,“ segir í ályktun Framsóknarflokksins um innanríkismál.

Samkvæmt heimildum mbl.is er hér verið að vísa til Evrópustofu, sem rekin er með fjármagni frá Evrópusambandinu og stendur að kynningu um sambandið hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hafið þið dæmi um að þetta sé ekki rétt:

"Evrópustofa segist kynna hlutlausar upplýsingar um ESB hér á landi. Það er vafasöm fullyrðing"

kannski bara órökstudd fullyrðing frá ykkur

Rafn Guðmundsson, 10.2.2013 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 166
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 1929
  • Frá upphafi: 1186536

Annað

  • Innlit í dag: 139
  • Innlit sl. viku: 1684
  • Gestir í dag: 131
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband